Starfshópurinn hefur fundað tvisvar til að fara yfir fyrirkomulag leikskólalóðar og framkvæmdir. Fundarpunktar sem leikskólatjóri tók saman lagðir fram til kynningar.
Til máls tóku UÞS, HK og BÁ.
Starfshópurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni sumarsins 2019 séu að jarðvegsskipta á tilteknu svæði í stóra garðinum til að tryggja öryggi barnanna, frágangur á palli og að setja niður geymsluskúr, þ.e. að steypa grunn fyrir skúrinn áður en hann er festur niður. Verkin eru á fjárhagsáætlun 2019.
Bæjarráð mun fá tillögur nefndarinnar til umfjöllunar.
Anna Rafnsdóttir skólastjóri Leikskólans Sólvalla og Rut Rúnarsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn einnig undir þessum lið. Starfshópur sem bæjarstjórn skipaði til að fara yfir fyrirkomulag tengt lóð leikskóla og gera tillögu um framkvæmdir, hefur skilað niðurstöðum og liggja nú fyrir minnispunktar um það. Minnispunktarnir lagðir fram til kynningar.
Farið yfir tillögur starfshópsins og rætt um framkvæmdir. Skólanefnd lýsir ánægju með niðurstöður starfshópsins.
Til máls tóku UÞS, HK og BÁ.
Starfshópurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni sumarsins 2019 séu að jarðvegsskipta á tilteknu svæði í stóra garðinum til að tryggja öryggi barnanna, frágangur á palli og að setja niður geymsluskúr, þ.e. að steypa grunn fyrir skúrinn áður en hann er festur niður. Verkin eru á fjárhagsáætlun 2019.
Bæjarráð mun fá tillögur nefndarinnar til umfjöllunar.