Rútuferðir ehf. sóttu um endurnýjun á stöðuleyfi vegna gáma á lóð þeirra sem nýttir eru sem móttaka og salernisaðstaða fyrir hópa.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestaði erindinu á 215. fundi sínum þann 5. maí 2020 og fól skipulags-og byggingarfulltrúa að fara í vettvangsskoðun.
Byggingarfulltrúi fór þann 7. maí 2020 og leggur fram gögn vegna hennar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir 2 gáma á lóðinni að Sólvöllum 5 til 29.03.2020.