Lögð fram fyrirspurn frá húsfélagi Sólvalla 6 um uppsetningu stoðveggs, bílastæði við baklóð og væntanlega ofanábyggingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki óeðlilegt að reistur sé veggur allt að 1,8 m. m.v. gólfkvóta lóðanna að Sólvöllum 8 og 10. Formlegri umsókn þarf að fylgja samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Hvað varðar bílastæði við nýja götu sunnan við Sólvelli 6 telur nefndin rétt að leita nýrra leiða.
Fyrirhuguð yfirbygging fellur vel að þeim hugmyndum um Framnes sem fram eru komnar í tillögu á vinnslustigi fyrir endurnýjun Aðalskipulags í Grundarfirði.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjendur um framkomnar hugmyndir.
Hvað varðar bílastæði við nýja götu sunnan við Sólvelli 6 telur nefndin rétt að leita nýrra leiða.
Fyrirhuguð yfirbygging fellur vel að þeim hugmyndum um Framnes sem fram eru komnar í tillögu á vinnslustigi fyrir endurnýjun Aðalskipulags í Grundarfirði.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjendur um framkomnar hugmyndir.