Lagt fram bréf Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu(HSH) frá 6. maí sl. þar sem fram kemur hugmynd um að stofna ungmennaráð HSH. Jafnframt er kannaður vilji bæjarstjórna á Snæfellsnesi til samstarfs, þannig að ungmennaráð sveitarfélaganna sinni jafnframt verkefnum ungmennaráðs HSH.
Bæjarstjórn vísaði erindi HSH til ungmennaráðs.
Til máls tóku JÓK, GS, HBÓ og UÞS.
Umræða um hvort hafa ætti fimm fulltrúa í ungmennaráði, eins og erindisbréf kveður á um.
Bæjarstjórn vísar erindi HSH til ungmennaráðs og jafnframt að tekið verði til umræðu fjöldi fulltrúa í ráðinu.
Samþykkt samhljóða.