Embættinu hefur borist umsókn um byggingarleyfi vegna byggingar á sumarhúsi á spildu úr landi Hamra, Árbrekku 1.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Eftir að byggingarleyfið hefur verið gefið út þarf að tilkynna Vegagerðinni um tengingu heimreiðar við þjóðveg.