Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015 vegna lengingar Norðurgarðs og tilheyrandi efnistöku í Lambakróarholti. Í breytingartillögunni eru lagðar til tvær breytingar; annars vegar að Norðurgarður verði lengdur til austurs um 130 metra með viðlegukanti og landfyllingu austan Nesvegar sem tengir Framnes og Norðurgarð; hins vegar að efnistökusvæði í Lambakróarholti verði stækkað um 29.000 m2 og heimilað að vinna um 70.000 m3 af lausu efni í lengingu á Norðurgarði og 70.000 m3 til viðbótar í hafnarframkvæmdir á næstu árum. Áætlað umfang efnistöku er því um 140.000 m3 alls.
Markmið með lengingu Norðurgarðs er að auka getu Grundarfjarðarhafnar til að taka á móti stórum skipum. Markmið með breytingu á efnistökusvæði í Lambakróarholti er að stytta flutningsvegalengdir á brimvarnar- og fyllingarefni úr námum og draga úr efnisflutningum í gegnum þéttbýlið í Grundarfirði og þar með draga úr útblæstri, rykmengun, kostnaði og slysahættu.
Framkvæmdirnar hafa hlotið málsmeðferð skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, annars vegar hjá Grundarfjarðarbæ og hins vegar hjá Skipulagsstofnun.
Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar fjallaði um lengingu Norðurgarðs í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 á fundi sínum 30. október 2017, sbr. skýrslu Vegagerðarinnar (2017) um lengingu Norðurgarðs og efnisnámur tengdar framkvæmdinni. Nefndin tók ákvörðun um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögunum. Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu nefndarinnar á fundi sínum 1. nóvember 2017. Bæjarstjórn áréttar fyrri ákvörðun á grunni þess að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með vísan í það mat á umhverfisáhrifum sem kemur fram í skýrslu Vegagerðarinnar og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum.
Skipulagsstofnun fjallaði um efnistöku vegna lengingar Norðurgarðs á grundvelli 2. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum og var niðurstaða stofnunarinnar, sbr. ákvörðun dags. 11. apríl 2018 að efnistakan væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skyldi því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Bæjarstjórn hefur fjallað um framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og telur að unnt sé að fara með hana á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga með þessum rökstuðningi: - Breytingartillagan er í samræmi við það markmið í gildandi aðalskipulagi að „tryggja aðstöðu fyrir hafnsækna starfsemi án þess að skemma ásýnd hafnarinnar." Hún er jafnframt í samræmi við þá stefnu gildandi aðalskipulags að iðnaðarsvæði verði í Lambakróarholti þegar efnistöku lýkur þar. - Breytingarnar sem tillagan felur í sér voru kynntar á vef Grundarfjarðarbæjar vorið 2018 og á opnu húsi í ágúst sama ár, sem hluti af nýju aðalskipulagi sem er í vinnslu. Kynningartími og athugasemdafrestur var frá 25.5.-10.9.2018. Tillagan var jafnframt send til umsagnaraðila á þessum tíma. Ekki bárust athugasemdir við vinnslutillöguna hvað þessar framkvæmdir varðar, ef frá er talin ábending Umhverfisstofnunar um að gera þurfi nánari grein fyrir umhverfisáhrifum landfyllingar við hafnargarð og hefur verið bætt úr því í framlagðri breytingartillögu. - Framkvæmdirnar sem breytingartillagan tekur til, hafa hlotið málsmeðferð skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og var niðurstaðan sú að þær væru ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skyldu því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum skv. lögunum. - Um er að ræða lengingu hafnargarðs sem þegar er fyrir hendi. - Um er að ræða efnistöku á svæði þar sem er opin náma og aðliggjandi er núverandi og framtíðariðnaðarsvæði sem stækkað verður yfir á efnistökusvæðið þegar efnistöku lýkur. Efnistakan verður vegna lengingar Norðurgarðs og svo aftur síðar vegna annarra tímabundinna hafnarframkvæma og áhrif hennar á íbúa eru því tímabundin. Í skipulagstillögunni eru sett skilyrði um tilhögun efnistöku þannig að hún valdi sem minnstum umhverfisáhrifum og ónæði fyrir íbúa og frekari skilyrði verða sett í framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni, s.s. hvað varðar vinnutíma og frágang, sbr. mótvægisaðgerðir sem koma fram í skýrslu Vegagerðarinnar frá 2017 um efnisnámur vegna lengingar á Norðurgarði í Grundarfirði á vegum Grundarfjarðarhafnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga að því gefnu að Skipulagsstofnun fallist á framangreindan rökstuðning. Að öðrum kosti verði tillagan auglýst á grundvelli 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga.
Skipulagsstofnun hafnaði því að breyting á aðalskipulagi vegna hafnarsvæðis og efnistökusvæðis í Lambakróarholti teldist óveruleg breyting. Stofnunin féllst á að ekki þyrfti að auglýsa lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar, þar sem tillagan hefur þegar verið auglýst í vinnslutillögu endurskoðaðs aðalskipulags. Í samræmi við bókun bæjarstjórnar á 227. fundi var tillaga um aðalskipulagsbreytingu auglýst þann 4. júní sl. á grundvelli 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga.
Athugasemdafresti er lokið - ein athugasemd barst, frá Kristni G. Jóhannssyni.
Lögð er fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015 vegna lengingar Norðurgarðs og tilheyrandi efnistöku í Lambakróarholti. Í breytingartillögunni eru lagðar til tvær breytingar; annars vegar að Norðurgarður verði lengdur til austurs um 130 metra með viðlegukanti og landfyllingu austan Nesvegar sem tengir Framnes og Norðurgarð; hins vegar að efnistökusvæði í Lambakróarholti verði stækkað um 29.000 m2 og heimilað að vinna um 70.000 m3 af lausu efni fyrir lengingu á Norðurgarði og 70.000 m3 til viðbótar vegna hafnarframkvæmda á næstu árum. Áætlað umfang efnistöku er því um 140.000 m3 alls. Markmið með lengingu Norðurgarðs er að auka getu Grundarfjarðarhafnar til að taka á móti stórum skipum. Markmið með breytingu á efnistökusvæði í Lambakróarholti er að stytta flutningsvegalengdir á brimvarnar- og fyllingarefni úr námum og draga úr efnisflutningum í gegnum þéttbýlið í Grundarfirði og þar með draga úr útblæstri, rykmengun, kostnaði og slysahættu. Framkvæmdirnar hafa hlotið málsmeðferð skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, annars vegar hjá Grundarfjarðarbæ og hins vegar hjá Skipulagsstofnun. Efnistakan fellur undir lið 2.03 í viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er því tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar. Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar fjallaði um lengingu Norðurgarðs í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 á fundi sínum 30. október 2017, sbr. skýrslu Vegagerðarinnar (2017) um lengingu Norðurgarðs og efnisnámur tengdar framkvæmdinni. Nefndin tók ákvörðun um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögunum. Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu nefndarinnar á fundi sínum 1. nóvember 2017. Bæjarstjórn áréttar fyrri ákvörðun á grunni þess að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með vísan í það mat á umhverfisáhrifum sem kemur fram í skýrslu Vegagerðarinnar og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun fjallaði um efnistöku vegna lengingar Norðurgarðs á grundvelli 2. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum og var niðurstaða stofnunarinnar, sbr. ákvörðun dags. 11. apríl 2018 að efnistakan væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skyldi því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þann 11. apríl 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Tillagan var auglýst í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar, 4. júní 2019 með athugasemdafresti til 16. júlí 2019. Ein athugasemd barst við auglýsta tillögu. Nefndin telur athugasemdina ekki kalla á breytingar á tillögunni og vísar í fyrirliggjandi greinargerð skipulagsráðgjafa. Skipulagsfulltrúa er falið að svara fram kominni athugasemd.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt, sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjóri kynnti stöðu málsins, en skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt aðalskipulagsbreytinguna, vegna lengingar Norðurgarðs og tilheyrandi efnistöku. Bæjarráð hefur staðfest afgreiðsluna og tillagan verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar.
Breyting á aðalskipulagi vegna hafnarframkvæmda, þ.e. vegna lengingar Norðurgarðs Grundarfjarðarhafnar og breytinga á námu í Lambakróarholti, var staðfest við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda í dag 1. nóvember 2019.
Markmið með lengingu Norðurgarðs er að auka getu Grundarfjarðarhafnar til að taka á móti stórum skipum. Markmið með breytingu á efnistökusvæði í Lambakróarholti er að stytta flutningsvegalengdir á brimvarnar- og fyllingarefni úr námum og draga úr efnisflutningum í gegnum þéttbýlið í Grundarfirði og þar með draga úr útblæstri, rykmengun, kostnaði og slysahættu.
Framkvæmdirnar hafa hlotið málsmeðferð skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, annars vegar hjá Grundarfjarðarbæ og hins vegar hjá Skipulagsstofnun.
Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar fjallaði um lengingu Norðurgarðs í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 á fundi sínum 30. október 2017, sbr. skýrslu Vegagerðarinnar (2017) um lengingu Norðurgarðs og efnisnámur tengdar framkvæmdinni. Nefndin tók ákvörðun um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögunum. Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu nefndarinnar á fundi sínum 1. nóvember 2017. Bæjarstjórn áréttar fyrri ákvörðun á grunni þess að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með vísan í það mat á umhverfisáhrifum sem kemur fram í skýrslu Vegagerðarinnar og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum.
Skipulagsstofnun fjallaði um efnistöku vegna lengingar Norðurgarðs á grundvelli 2. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum og var niðurstaða stofnunarinnar, sbr. ákvörðun dags. 11. apríl 2018 að efnistakan væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skyldi því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Bæjarstjórn hefur fjallað um framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og telur að unnt sé að fara með hana á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga með þessum rökstuðningi:
- Breytingartillagan er í samræmi við það markmið í gildandi aðalskipulagi að „tryggja aðstöðu fyrir hafnsækna starfsemi án þess að skemma ásýnd hafnarinnar." Hún er jafnframt í samræmi við þá stefnu gildandi aðalskipulags að iðnaðarsvæði verði í Lambakróarholti þegar efnistöku lýkur þar.
- Breytingarnar sem tillagan felur í sér voru kynntar á vef Grundarfjarðarbæjar vorið 2018 og á opnu húsi í ágúst sama ár, sem hluti af nýju aðalskipulagi sem er í vinnslu. Kynningartími og athugasemdafrestur var frá 25.5.-10.9.2018. Tillagan var jafnframt send til umsagnaraðila á þessum tíma. Ekki bárust athugasemdir við vinnslutillöguna hvað þessar framkvæmdir varðar, ef frá er talin ábending Umhverfisstofnunar um að gera þurfi nánari grein fyrir umhverfisáhrifum landfyllingar við hafnargarð og hefur verið bætt úr því í framlagðri breytingartillögu.
- Framkvæmdirnar sem breytingartillagan tekur til, hafa hlotið málsmeðferð skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og var niðurstaðan sú að þær væru ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skyldu því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum skv. lögunum.
- Um er að ræða lengingu hafnargarðs sem þegar er fyrir hendi.
- Um er að ræða efnistöku á svæði þar sem er opin náma og aðliggjandi er núverandi og framtíðariðnaðarsvæði sem stækkað verður yfir á efnistökusvæðið þegar efnistöku lýkur. Efnistakan verður vegna lengingar Norðurgarðs og svo aftur síðar vegna annarra tímabundinna hafnarframkvæma og áhrif hennar á íbúa eru því tímabundin. Í skipulagstillögunni eru sett skilyrði um tilhögun efnistöku þannig að hún valdi sem minnstum umhverfisáhrifum og ónæði fyrir íbúa og frekari skilyrði verða sett í framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni, s.s. hvað varðar vinnutíma og frágang, sbr. mótvægisaðgerðir sem koma fram í skýrslu Vegagerðarinnar frá 2017 um efnisnámur vegna lengingar á Norðurgarði í Grundarfirði á vegum Grundarfjarðarhafnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga að því gefnu að Skipulagsstofnun fallist á framangreindan rökstuðning. Að öðrum kosti verði tillagan auglýst á grundvelli 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga.
Til máls tóku JÓK, HK, UÞS og BÁ.