Lagt fram nýtt fjárhagsyfirlit sem er í þróun. Stefnt er að því að leggja yfirlit mánaðarlega fyrir fundi bæjarstjórnar. Yfirlitið sýnir samanburð reksturs einstakra stofnana bæjarins við fjárhagsáætlun viðkomandi stofnana, sem deilt hefur verið niður á 12 mánuði. Forstöðumenn hverrar stofnunar eða deildar bera ábyrgð á að rekstur standist áætlun hvers mánaðar. Yfirlitið gefur bæjarstjórn gleggri innsýn í stöðu og þróun reksturs stofnana bæjarins.