Málsnúmer 1903001

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 226. fundur - 14.03.2019



Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. febrúar sl. um íbúasamráðsverkefni.

Valin verða þrjú sveitarfélög, auk Akureyrarkaupstaðar, til að taka þátt í verkefni um íbúasamráð. Sveitarfélög geta sótt um til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hið sameiginlega verkefni nýtur 5 milljón króna styrks úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að sækja um þátttöku í verkefnið, í tengslum við umræðu um stefnumótun.