Málsnúmer 1902001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 226. fundur - 14.03.2019

  • Sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga bæði utan- og innanhúss að Hlíðarvegi 5. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um leyfi til að byggja timbur hús á einni hæð að Fellasneið 8 smkv. framlögðum teikningum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi vegna einbýlishúss að Fellasneið 8, að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Byggingarleyfi vegna nýbyggingar að Grund 2 var áður gefið út árið 2017.
    Lagðar eru fram reyndarteikningar ásamt umsókn vegna breytinga á húsnæði nýbyggingar að Grund 2.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga á fjárhúsi að Grund 2. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara í vettvangsheimsókn við fyrsta tækifæri, til þess að kanna aðstæður. Bókun fundar Til máls tóku JÓK, UÞS, HK, SG, BS og BÁ.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Búlandshöfða smkv. framlögðum teikningum.


    Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu. Nefndin bendir á að fyrirhuguð viðbygging er inná helgunarsvæði vegagerðarinnar.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðar byggingar á frístundarhúsi en fyrir eru tvö sambærileg hús á jörðinni. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu enda hefur svæðið ekki verið skipulagt undir frístundahús. Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK og UÞS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar uppsetningu á varmadælu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Nafnfræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í samstarfi við Örnefnanefnd óskar eftir upplýsingum um nafngiftir býla. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu.
  • Óskað er eftir umsögn sveitastjórnar vegna umsóknar til samgöngustofu vegna skráningar lendingarstaðar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til bæjarstjórnar.
  • Lagt fram bréf frá stjórn Fellaskjóls.


    Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúi, í samráði við stjórn Fellaskjóls fari í þá vinnu að afmarka lóð dvalarheimilisins.
  • .11 1902034 Stöðuleyfi
    Fjallað um stöðuleyfi gáma í þéttbýli Grundarfjarðar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingafulltúa að taka á málum er varða stöðuleyfi gáma í þéttbýli. Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.
  • Skotgrund leggur fram teikningar af hugmyndum að fyrirhugaðri uppbyggingu svæðisins í Kolgrafafirði. Skipulags- og umhverfisnefnd - 198