Málsnúmer 1901019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 198. fundur - 15.02.2019

Óskað er eftir umsögn sveitastjórnar vegna umsóknar til samgöngustofu vegna skráningar lendingarstaðar.
Skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 226. fundur - 14.03.2019



Lögð fram umsókn Sigurðar Sigurbergssonar f.h. BIGF ehf. til Samgöngustofu um endurnýjun á skráningu Naustálsflugvallar sem lendingarstaðar, skv. 4. gr. sbr. 10. gr. reglugerðar um flugvelli nr. 464/2007, með síðari breytingum. Flugvöllurinn var skráður sem lendingarstaður til ársins 2006.

Erindið felur í sér að óskað er eftir umsögn bæjarstjórnar, vegna umsóknarinnar, sbr. 10. gr. reglugerðarinnar, þ.e. að bæjarstjórn geri ekki athugasemd við starfsemi eða staðsetningu skráðs lendingarstaðar.

Umsókn um skráningu er lögð fram til upplýsinga og gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við hana, enda er hún í samræmi við aðalskipulag dreifbýlis sem gerir ráð fyrir flugvelli á umræddum stað.

Samþykkt samhljóða.