Lagt var fram til kynningar yfirlit yfir kvótastöðu grundfirskra útgerða fiskveiðiárin 2013/14 til 2018/19. Í yfirlitinu kemur fram að milli fiskveiðiáranna 2017/18 og 2018/19 er minnkun á þorskígildum um 1864 tonn. Bæjarstjóri upplýsti að sótt hefði verið um byggðakvóta í lok október, sbr. samþykkt bæjarstjórnar þar um.
Lögð fram gögn vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárið 2018-2019. Áður hafði Grundarfjarðarbæ verið úthlutað 190 þorskígildistonnum, en eftir leiðréttingu fær bærinn úthlutað 300 þorskígildistonnum, líkt og á fyrra tímabili.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða óbreyttar reglur við úthlutun kvótans, sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019 nr. 685/2018.
Í yfirlitinu kemur fram að milli fiskveiðiáranna 2017/18 og 2018/19 er minnkun á þorskígildum um 1864 tonn.
Bæjarstjóri upplýsti að sótt hefði verið um byggðakvóta í lok október, sbr. samþykkt bæjarstjórnar þar um.