Hafnarstjórn - 2Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2019. Til samanburðar er raunstaða 20. nóvember 2018 og raunniðurstaða ársins 2017.
Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2019 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
Jafnframt leggur hafnarstjórn til að samtals verði settar 133 m.kr. í fjárfestingar vegna hafnargerðar, með fyrirvara um nánari kostnaðaráætlun siglingasviðs Vegagerðarinnar. Bókun fundarTil máls tóku JÓK og BÁ.
Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða, með þeirri breytingu að framkvæmdir á árinu 2019 lækka úr 133 í 91 milljón kr.
Hafnarstjórn - 2Lögð fram tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2019. Almennt er lagt til að gjöld samkvæmt gjaldskránni færist upp um almenna áætlaða verðlagsbreytingu. Aflagjöld eru óbreytt milli ára. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar með áorðnum breytingum og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
Hafnarstjórn - 2Hafnarstjóri sagði frá stöðu mála varðandi undirbúning hafnarframkvæmda, við lengingu Norðurgarðs. Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur séð um hönnun og aðstoðað Grundarfjarðarhöfn með nauðsynlegan undirbúning. Hafnarstjóri kynnti hugmynd um breytta legu á lengdum Norðurgarði, frá núverandi hönnun. Breytingin fælist í að hnika legu garðsins til um 7° til norðurs, þ.e. að legan verði 55° rv. í stað 62° rv. Það væri gert til að ná fram auknu öryggi við komu skipa, betra snúningsrými og hagstæðari nýtingu á efri hluta Norðurgarðs. Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir að gerð verði öldulíkansprófun á hönnun garðsins með hliðsjón af báðum valkostum; upphaflegri hönnun og hönnun m.v. þessa breytingu.
Hafnarstjórn - 2Hafnarstjóri sagði frá því að í tengslum við fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir, sbr. lið 3, þyrfti að gera prófanir í námu í Lambakróarholti. Gerðar verði 3-5 prufuholur í bergið til að kanna stálið í námunni. Vegagerðin hefur séð um undirbúning framkvæmdarinnar og er hafnarstjóra falið að óska eftir því við Vegagerðina að hún sjái um þennan verkþátt.
Hafnarstjórn - 2Lagt var fram til kynningar yfirlit yfir kvótastöðu grundfirskra útgerða fiskveiðiárin 2013/14 til 2018/19. Í yfirlitinu kemur fram að milli fiskveiðiáranna 2017/18 og 2018/19 er minnkun á þorskígildum um 1864 tonn. Bæjarstjóri upplýsti að sótt hefði verið um byggðakvóta í lok október, sbr. samþykkt bæjarstjórnar þar um.