Bæjarráð - 523Fundurinn hófst á heimsókn til Sunnu í Bókasafninu kl. 8.30. Að því loknu fór bæjarráð á Hrannarstíg 18 og skoðaði sameign og í framhaldinu nýbyggingu Dvalarheimilisins Fellaskjóls. Rætt var um framlögð gögn um nokkra liði, sem tengjast fyrri umræðum í bæjarráði í tengslum við fjárhagsáætlunargerð. Rætt sérstaklega um greiðslur til skipulagsnefndar fyrir aðalskipulagsvinnu 2016-2018, sem hafa ekki verið gerðar upp. Samþykkt að bæjarstjóri sjái til þess að fundirnir verði gerðir upp.
Bæjarráð - 523Lagt fram mat á umsóknum sem bárust um íbúð að Hrannarstíg 28. Þar sem mjótt er á milli umsækjenda, skv. matsviðmiðum bæjarins, óskar bæjarráð eftir því að Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga verði falið að leggja mat á aðstæður umsækjenda.
Bókun fundarTil máls tóku JÓK og BÁ.
Bæjarstjóri kynnti að gengið hefði verið frá og tilkynnt um úthlutun íbúðarinnar á grunni niðurstöðu úr mati Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, sem bæjarráð óskaði eftir.
Jóhönnu Kristínu Kristjánsdóttur og Oddi Magnússyni var úthlutað íbúðinni að Hrannarstíg 28.
Bæjarráð - 523Lagt fram erindi HSH með fyrirspurn til bæjarstjórnar um stöðu og framtíðarsýn í íþróttamálum í sveitarfélaginu. Auk þess lagðar fram viðbótarupplýsingar tengdar erindinu um samskipti við UMFÍ. Bæjarráð vísar í samþykkt bæjarstjórnar frá 222. fundi 12. nóvember sl. þar sem samþykkt var að vinna með UMFG að skilgreiningum á þörf fyrir íþróttaaðstöðu og markvissum skrefum í uppbyggingu aðstöðu til lengri tíma. Bókun fundarTil máls tóku JÓK, VSM, RG og SG.
Bæjarráð - 523Sóknarnefnd óskar eftir afstöðu bæjarins til þess að standa að ráðningu í hlutastarf við Tónlistarskólann á móti stöðu organista Setbergssóknar. Bæjarráð leggur áherslu á að ráðið sé í stöður við Tónlistarskólann í samræmi við þarfir skólans. Ennfremur að bærinn eigi aðkomu að ráðningarferli og mati á umsækjendum. Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarráð - 523Sverrir Hermann Pálmarsson hjá SHP Ráðgjöf kom á fundinn og kynnti fyrirkomulag á leigufélögum, bæði almennar og fyrir aldraða. Farið var yfir lög og reglur sem um sérstök leigufélög gilda og leiðir sem sveitarfélög m.a. eru að fara til að ýta undir byggingu leiguhúsnæðis.
Bæjarráð þakkar Sverri fyrir komuna og skilmerkilegar upplýsingar.
Bæjarráð - 523Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hefur eins og áður hefur komið fram, áhyggjur af þróun skatttekna og framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sbr. m.a. umræður á 221. fundi bæjarstjórnar í október sl. Bæjarráð mun skoða betur umrædd drög að nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, ekki síst í ljósi þess að bæjarstjórn þykir framlög sjóðsins til sveitarfélagsins ekki hafa þróast í jákvæða átt á undanförnum árum.
Bæjarráð - 523Lagt fram til kynningar. Streymt verður frá námskeiði Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir fulltrúa í skólanefndum nk. mánudag 26. nóv. og verður aðstaða í Ráðhúsi fyrir skólanefndarfulltrúa til að sitja námskeiðið.