Óskað er eftir leyfi til þess að styrkja skjólvegg með sperrum. Einnig á að setja bárujárn að ofan til þess að framkvæmd falli betur að húsi. Fyrir liggur samþykki nágranna.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Hér yfirgaf Signý Gunnarsdóttir fundinn og Helena María Jónsdóttir tók sæti í hennar stað.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum.
Helena María Jónsdóttir Stolzenwald vék af fundi undir þessum lið.