Lagt er til að mótuð verði stefna um menningarmál. Stefnan verði einföld og skilgreini hlutverk bæjarins í menningarmálum, helstu samstarfsaðila, markmið og forgangsverkefni á kjörtímabilinu. Stefnan taki á því hvernig bærinn vilji stuðla að því að varðveita, nýta og gera aðgengilega sögu byggðar og samfélags. Einnig hvert eigi að vera hlutverk menningarhúsa/-miðstöðva og hvernig megi varðveita og gera enn aðgengilegra ljósmyndasafn Bærings Cecilssonar, sem bærinn hefur umsjón með. Stefnan verði unnin í samstarfi við menningarnefnd og hagsmunaaðila.
Bókun bæjarstjórnar á fundi sínum 1. nóvember 2017, þar sem bæjarstjórn kallaði eftir stefnumótun menningarnefndar um framtíð og hlutverk menningarhúsa bæjarins, fellur inní þessa vinnu.
Bæjarstjórn leggur til að mótuð verði stefna um menningarmál. Bæjarstjóra falið að hefja undirbúning. Höfð verði hliðsjón af öðrum umfangsmiklum verkefnum sem eru í gangi.
Samþykkt samhljóða.