Lagt er til að Heiður Björk Fossberg Óladóttir bæjarfulltrúi verði tengiliður bæjarstjórnar/bæjarins við nýskipað ungmennaráð. Hlutverk tengiliðar sé að annast samskipti við ráðið, boða það til funda og setja upp dagskrá, í samvinnu við formann ráðsins, sjá til þess að mál sem það snerta rati á dagskrá ráðsins o.fl. Tengiliður fylgi ráðinu eftir í starfi þess, t.d. þegar ráðið sækir fundi eða viðburði.
Samþykkt samhljóða að Heiður Björk Fossberg Óladóttir verði tengiliður bæjarstjórnar við ungmennaráð.