Bæjarráð - 520Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss og Gunnar Jóhann Elísson, umsjónarmaður fasteigna, sátu fundinn í sitthvoru lagi undir þessum lið.
Farið yfir og forgangsraðað framkvæmdum og fjárfestingum ársins 2018, auk fjárfestingaóska fyrir árið 2019 sem falla undir áhaldahús og umsjónarmann fasteigna.
Bæjarráð - 520Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2019, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Skv. álagningunni hækka fasteignagjöld í heild um 10,2% milli áranna 2018 og 2019 miðað við óbreytta álagningu.
Lagður fram samanburður skrifstofustjóra á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga. Samanburðurinn gefur til kynna ákveðinn jöfnuð í álagningu sveitarfélaganna.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að álagning fasteignagjalda verði óbreytt milli áranna 2018 og 2019.
Bæjarráð - 520Hlutaréttaríbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 28 hefur verið sagt upp. Við skil íbúðarinnar verður unnið að viðhaldsviðgerðum áður en henni verður úthlutað að nýju. Gert er ráð fyrir að íbúðinni verði úthlutað frá 1. desember 2018.
Bæjarráð felur skrifstofustjóra að auglýsa íbúðina lausa til umsóknar.
Bæjarráð - 520Greint frá möguleika á kaupum húseignarinnar Grundargötu 31 en eigandi eignarinnar bauð Grundarfjarðarbæ hana til kaups þann 16. október sl., eins og kynnt var á bæjarstjórnarfundi 18. október sl.
Bæjarráð samþykkir að ganga til kaupa á húseigninni Grundargötu 31 og felur bæjarstjóra umsjón málsins.