Fyrir liggja drög að dagskrá menningarhátíðarinnar Rökkurdaga sem haldin verður 14.-20. okt.Menningarnefnd - 18Farið var yfir einstaka dagskrárliði í fyrirliggjandi drögum að dagskrá. Einn einstaklingur er að skoða hvort hann sjái sér fært að halda utanum dagskrána.
Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness kom á fundinn kl. 17.00 og ræddi um liði sem fallið geta inní dagskrá Rökkurdaga. Barnamenningarhátíð mætti tengja inní dagskrána. Ragnhildur mun athuga með að fá stjörnufræðing til okkar sem hluta af dagskránni í samstarfi við grunnskólann og framhaldsskólann. Einnig rætt um örnefnagöngu og bæjargöngu, um útfærslur og umsjónarfólk.
Um annað, óskylt Rökkurdögum, var eftirfarandi rætt: Strandmenningarhátíð: verður haldin 2019 og dreifast viðburðir um Snæfellsnes. Söguskiltin: Svæðisgarðurinn tekur þátt í skiltaverkefni en unnið er að sameiginlegri stefnu á Snæfellsnesi um gerð og útlit skilta. Skiltin verða öll á íslensku og ensku og frönsku í Grundarfirði. Svæðisgarðsmerkið verður á öllum skiltum. Menningarnefnd þyrfti að skoða lokasamning um verkefnið, sem styrkt var af Uppbyggingarsjóði Vesturlands, og lýsingu á fyrsta áfanga verksins sem átti að vinnast í ár. Rætt um frágang áfangaskýrslu til sjóðsins, sem Ragnhildur er tilbúin að ganga frá að fengnum tilskildum gögnum. Bókun fundarTil máls tóku JÓK og RG.
Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með störf menningarnefndar við gerð dagskrár Rökkurdaga.
Til skoðunar. Framhald umræðu á síðasta fundi nefndarinnar. Menningarnefnd - 18Menningarnefnd fagnar endurskoðun á fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Þar er margt gott sem nýta má áfram. Helst mætti skoða hugmyndir að verkefnum sem mörg eru orðin úrelt og ákveða ný í staðinn. Menningarnefnd mun skoða fjölskyldustefnuna betur fyrir næsta fund.
Til skoðunar. Framhald umræðu á síðasta fundi. Menningarnefnd - 18Menningarnefnd vill gera steinkrossinum á Grundarkampi hærra undir höfði. Passa þarf uppá gömul hús í Grundarfirði. Einnig leggur nefndin til að myndasafn Bærings Cecilssonar verði flokkað og komið fyrir á varanlegum stað. Finna þarf varanlegan stað fyrir fallbyssuna sem geymd er í Sögumiðstöðinni en hún liggur undir skemmdum. Menningarnefnd vill sjá meiri menningarstarfsemi í Sögumiðstöðinni, þar sem gert er ráð fyrir námskeiða-, fundahaldi og samkomum. Mikilvægt er að bæjarbúar hafi greiðan aðgang að Sögumiðstöðinni í þessum tilgangi. Menningarnefnd vill sjá að Samkomuhúsinu sé vel við haldið. Það er einstakt að eiga slíkt hús og það má ekki glatast.