Lögð fram til afgreiðslu skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir Skerðingsstaði, unnin af Zeppelin Arkitektum að ósk landeigenda sem áður hafði verið veitt leyfi til að vinna að gerð deiliskipulags skv. 2. mgr. 38. gr skipulagslaga. Skipulags- og umhverfisnefnd - 197 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að skipulagslýsing verði sett í kynningu skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bókun fundarSÞ vék af fundi undir þessum lið.
Til máls tóku JÓK, UÞS, RG og VM.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Páll Mar Magnússon og Örn Beck Eiríksson sækja um lóðina Fellabrekku 11-13.Skipulags- og umhverfisnefnd - 197 Skipulags- og umhverfisvernd samþykkir erindið og felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að veita umsækjendum lóðirnar að Fellabrekku 11-13.Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Sótt er um framkvæmdarleyfi á Hrannarstíg 1.Skipulags- og umhverfisnefnd - 197 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum.
Helena María Jónsdóttir Stolzenwald vék af fundi undir þessum lið.
Sótt er um f.h. Grundarfjarðarbæjar framkvæmdaleyfi vegna gerð nýrra bílastæða ásamt fleiru við áningarstaðinn við Kirkjufellsfoss, sbr. hönnun Þráins Haukssonar hjá Landslagi í tillögu samþykktri af bæjarráði í júlí 2018.Skipulags- og umhverfisnefnd - 197 Skipulags- og umhverfisvernd samþykkir erindið og felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi vegna þessa áfanga.Bókun fundarTil máls tóku JÓK og UÞS.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lögð er fram ósk íbúa í Hamrahlíð um að götunni verði lokað austan megin og hún gerð að botnlangagötu.Skipulags- og umhverfisnefnd - 197 Skipulags- og umhverfisnefnd er mótfallin því að gera Hamrahlíð að botnlangagötu.
Nefndin telur að leysa þurfi umferðarmál með öðrum hætti en með lokun götunnar og bendir á að í vinnslutillögu aðalskipulags er að hluta til að finna áform um úrbætur vegna umferðar og lagningar stórra bíla. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.