Lögð eru fram gögn vegna kröfugerðar ríkisins fyrir óbyggðanefnd varðandi jörðina Hrafnkelsstaði í Kolgrafafirði, sem er í eigu Grundarfjarðarbæjar. Farin var vettvangsferð á svæðið þann 31. ágúst sl.
Til kynningar er yfirlit (hornpunktaskrá) yfir merki jarðarinnar.
Til umræðu er fyrirliggjandi tilboð sem borist hefur frá ríkinu.
Til máls tóku JÓK og BÁ.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra áframhaldandi heimildaöflun. Jafnframt verði skoðað, í samráði við lögmann bæjarins, hvernig beitarrétti á Eyrarbotni verði haldið fram.
Samþykkt samhljóða.