Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um umsókn Lárperlu ehf. um rekstrarleyfi nýs rekstraraðila til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir undir nafninu Sæból, að Sæbóli 46, Grundarfirði. Um er að ræða nýjan rekstraraðila sem keypt hefur húsið Sæból 46 af Eyrarsveit ehf. sem rekur þar gististað undir nafninu Kirkjufell og hefur til þess gilt rekstrarleyfi (fyrir 10 gesti).
Fyrir liggur umsókn dags. 14. ágúst 2018, ásamt teikningu, yfirlýsingu og umsagnarbeiðni, en auk þess beiðni um breytingu dags. 24. ágúst 2018 þar sem sótt er um leyfi fyrir 10 gestum í stað 14 í upphaflegri umsókn.
Ennfremur liggur fyrir jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra vegna úttektar.
Þrátt fyrir bókun í fundargerð bæjarstjórnar frá 14. des. 2017 um gistirými í Grundarfirði, telur bæjarstjórn að afgreiða verði erindið með jákvæðum hætti, þar sem í húseigninni að Sæbóli 46 er nú þegar gilt rekstrarleyfi.
Bæjarstjórn gerir því ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.
Samþykkt samhljóða.