Málsnúmer 1808018

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 219. fundur - 16.08.2018

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

Bæjarstjórn - 220. fundur - 13.09.2018

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

Bæjarstjórn - 221. fundur - 18.10.2018

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

Bæjarstjórn - 222. fundur - 12.11.2018

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

Bæjarstjórn - 223. fundur - 13.12.2018

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

Bæjarstjórn - 226. fundur - 14.03.2019

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína, þar sem m.a. var komið inn á eftirfarandi:

? Undirbúningur sumarverkefna og verklegra framkvæmda á vegum bæjarins
? Að bærinn skoði nú hvernig koma megi upp bættri aðstöðu fyrir ferðafólk í miðbæ, m.a. salernismál, merkingar á þjónustu, o.fl.
? Hafnarframkvæmdir
? Styrkveitingar úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
? Samantekt á reglum og svörum ríkisins vegna fjárveitinga til viðbyggingar Fellaskjóls, á grunni gagna frá formanni stjórnar Fellaskjóls
? Fjarnámsver að Grundargötu 30, efri hæð og fyrirkomulagi, sem er í mótun
? Framkvæmdir við Kirkjufellsfoss

Bæjarstjórn - 228. fundur - 09.05.2019

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

Ráðningar í sumarstörf, en gengið hefur verið frá ráðningum í sumarstörf í sundlaug, upplýsingamiðstöð, sláttugengi, tjaldsvæði og umsjónarmenn vinnuskóla og sumarnámskeiða.
◦Fræðsluferð til Danmerkur, sem bæjarstjóri tók þátt í með sveitarstjórnarfólki á Vesturlandi
◦Fundur bæjar- og sveitarstjóra af öllu landinu
◦Strandhreinsun á Snæfellsnesi 4. maí
◦Fundur með handverksfólki 8. maí til að kanna áhuga á að starfrækja handverksmarkað
◦Verklegar framkvæmdir

Bæjarstjórn - 230. fundur - 19.09.2019

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.
Jafnframt kynnti hún fjárhagsskema vegna nokkurra helstu stofnana bæjarins, með sundurliðun niður á mánuði.

Bæjarstjórn - 231. fundur - 10.10.2019

Bæjarstjóri fór yfir mál í vinnslu, fyrirhuguðum Rökkurdögum, fundum og viðburðum.
Hún sagði m.a. frá tilboðum í hafnargerð, en fimm tilboð bárust í stærsta verkþátt lengingar Norðurgarðs. Rætt var um framkvæmdir við bílastæði á nýjum áningarstað við Kirkjufellsfoss, en Vegagerðin hefur haft nýjan aðkomuveg og merkingar við hann til skoðunar. Lausn er komin í málið og felst hún í að Vegagerðin mun lækka og taka af blindhæð austan aðkomuvegarins nýja, þannig að umferðaröryggi á þjóðveginum aukist til muna.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn - 232. fundur - 28.11.2019


Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði m.a. frá ráðningu nýs aðalbókara, fjallaði um forsetaheimsókn og las upp þakkarbréf frá forseta Íslands þar sem þakkað er fyrir móttökur 31. október sl. Hún sagði frá því að framkvæmd Vegagerðarinnar á þjóðvegi 54 við Kirkjufell/Kirkjufellsfoss er að verða lokið og umferð hefur nú verið hleypt inn á nýja bílastæðið við Kirkjufellsfoss. Þá sagði hún frá fundum sem hún hafði sótt og fulltrúaráðsfundi Svæðisgarðs sem haldinn verður nk. mánudag 2. desember.

Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið að hluta. Hann, ásamt bæjarstjóra, sagði frá stöðu hafnarframkvæmda.

Bæjarstjórn - 233. fundur - 12.12.2019

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

Hún sagði m.a. frá fundi með fulltrúa Ríkisskattstjóra, 10. des. sl., sem bæjarstjórn hafði óskað eftir. Þar var rætt um möguleika á haldbetri og gagnsærri upplýsingagjöf RSK til sveitarfélaga um útsvarsgreiðslur. Sérfræðingar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og SSV sátu fundinn með bæjarstjóra og skrifstofustjóra. Í framhaldi af þeim fundi áttu bæjarstjóri og fulltrúar Sambandsins og SSV símafund þar sem rætt var um næstu skref, sbr. það sem fram kemur í minnisblaði sem lagt var fram.

Þá sagði hún frá fulltrúaráðsfundi Svæðisgarðs sem haldinn var 2. desember sl. þar sem samþykkt voru lykilverkefni næstu ára.

Ennfremur sagði hún frá ýmsum verkefnum tengdum jólum, áramótum og þrettánda og frá því að tryggingar sveitarfélagsins hafi verið boðnar út.

Bæjarstjórn - 234. fundur - 16.01.2020

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði m.a. frá fundi sem hún og forseti bæjarstjórnar áttu með forsvarsfólki sveitarfélaga á Snæfellsnesi, þar sem farið var yfir afhendingaröryggi raforku og uppbyggingu innviða rafmagns, fjarskipta og fleira. Sveitarfélögin vinna að því að greina stöðu á innviðum á okkar svæði til að geta fengið skýra mynd af því úr hverju þurfi að bæta. SSV vinnur að slíkri greiningu fyrir Vesturland allt.

Hún sagði frá hafnarframkvæmdum en í dag var byrjað að reka niður stálþil í lengingu Norðurgarðs, sagði frá fundi almannavarnanefndar, forsetaboði, áramótapistli bæjarstjóra, frétt um 110 ára fæðingarafmæli Bergþóru Sigurðardóttur, fundi sem hún og bæjarverkstjóri áttu með verktökum bæjarins um snjómokstur, fundum á næstunni og fleira.

Bæjarstjórn - 235. fundur - 13.02.2020

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði frá því að Ungmennaráð Vesturlands hafi verið stofnað og Grundarfjarðarbær á þar sinn fulltrúa, Tönju Lilju Jónsdóttur.

Vegagerðin hefur svarað erindi bæjarstjóra um merkingar á þjóðvegi 54 og mun á næstunni setja upp skilti, í tengslum við nýja áningarstaðinn við Kirkjufellsfoss.

Bæjarstjóri hefur unnið að undirbúningi samningsgerðar við trúnaðarlækni fyrir sveitarfélagið.

Hún sagði frá samtölum við þingmenn sem fundað hafa á svæðinu í kjördæmaviku þingsins.

Þá sagði hún frá því að íþrótta- og æskulýðsnefnd hefði fengið styrk til hönnunar á söguskilti í Þríhyrninginn, úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands, en úthlutunarhátíð var haldin þann 7. febrúar sl.

Bæjarstjórn - 236. fundur - 12.03.2020

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði m.a. frá fundum í skipulags- og umhverfisnefnd, hönnun göngustíga á áningarstaðnum við Kirkjufellsfoss, frá verkefni um öryggismál og upplýsingagjöf við Kirkjufell, en unnið er að gerð skilta með upplýsingum og öryggisatriðum. Hún sagði frá viðræðum við Hesteigendafélagið um beitarsamning og fundi með Rarik vegna yfirtöku götulýsingar í Grundarfirði.

BÁ, HK og RG sögðu frá eigendafundi sem þau sátu um Snæfellingshöllina ehf., sbr. lið 6 á 543. fundi bæjarráðs. Umræður um málið.

Lagt til að Rósa Guðmundsdóttir verði fulltrúi Grundarfjarðarbæjar í stjórn Snæfellingshallarinnar ehf. og Hinrik Konráðsson verði varamaður.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 237. fundur - 07.04.2020

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún ræddi almannavarnir, sagði frá fundum aðgerðastjórnar, sem fundar daglega, og almannavarnanefndar á Vesturlandi, sem fundar vikulega, tölur um smit og sóttkví koma daglega, fundir viðbragðsteymis bæjarins (forstöðumenn) eru haldnir reglulega. Settar hafa verið fram tvær útgáfur af aðgerðaáætlun ásamt viðbragðsáætlun. Hún ræddi einnig vinnu utan starfslýsingar fyrir starfsmenn, sem hafa ekki getað sinnt sínum störfum vegna ástandsins og daglega pistla bæjarstjóra. Bæjarstjóri lýsti yfir ánægju sinni með samstarf við Rauða krossinn og fleiri félagasamtök og einstaklinga.

Bæjarstjóri fór jafnframt yfir skipulags- og byggingarmál og sagði frá því að gerður hafi verið samningur um þjónustu við trúnaðarlækni. Hún nefndi að framkvæmdir sumarsins séu í undirbúningi og að endurskoðunarvinna sé í gangi.

Bæjarstjórn - 238. fundur - 14.05.2020

Bæjarstjóri fór yfir mál í vinnslu og fundi sem hún hefur setið.

Hún sagði m.a. frá fundi með landeigendum Kirkjufells og hönnuðum hjá Landslagi - arkitektastofu, vegna hönnunar á svæðinu. Bæjarstjóri sagði frá því að skipulags- og byggingarfulltrúi ynni nú þrjá daga vikulega í stað eins áður. Hún ræddi verklegar framkvæmdir, orkuskipti o.fl. Sótt hefur verið um styrki í Styrkvegasjóð og fleiri sjóði.

Rætt var um fyrirkomulag hátíða framundan. Bæjarstjóri sagði jafnframt frá fundum sem haldnir hafa verið með forstöðumönnum, sem er viðbragðsteymi sveitarfélagsins.


Bæjarstjórn - 239. fundur - 11.06.2020

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði frá samskiptum við Skattinn varðandi upplýsingar um útsvar, fundum sem haldnir hafa verið um málið og bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið. Hún sagði jafnframt frá fundum sveitarfélaga um málefni dvalar- og hjúkrunarheimila. Bæjarstjóri fór yfir helstu verkefni og starfsemi bæjarins, m.a. ráðningar sumarstarfsfólks og stöðu verklegra framkvæmda.

Bæjarstjórn - 241. fundur - 10.09.2020

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

Hún sagði frá fundi sem hún sótti í síðustu viku ásamt fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, með Skattinum o.fl. um betri upplýsingagjöf til sveitarfélaga um útsvar. Hún sagði jafnframt frá starfi nefndar sem hún á sæti í, til að endurskoða fjármálakafla sveitarstjórnarlaga.

Bæjarstjóri fór yfir helstu verkefni og starfsemi bæjarins, m.a. ráðningar sumarstarfsfólks og stöðu verklegra framkvæmda.

Bæjarstjórn - 242. fundur - 08.10.2020

Bæjarstjóri sagði frá því að september hafi verið mikill fundamánuður, en 10 nefndarfundir voru haldnir. Farið var í endurskoðun fjárhagsáætlunar 2020. Í Covid ástandinu hefur átt sér stað aukin vinna, en það skiptir máli að allir séu vel upplýstir, starfsmenn jafnt sem íbúar. Haldnir hafa verið reglulegir netfundir með forstöðumönnum. Gengið hefur verið frá umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða um styrk til göngustígagerðar í tengslum við Kirkjufell.

Bæjarstjóri sagði einnig frá fundi sem hún sat í gær ásamt fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi með tveimur fulltrúum Hagstofunnar, um upplýsingar og úrvinnslu, úr staðgreiðsluskrám útsvars.

Jafnframt sagði bæjarstjóri frá vinnu varðandi sameiginlegt embætti skipulags- og byggingafulltrúa fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Þá var rætt um varmadæluverkefnið sem ætlunin var að fara í á árinu. Verkefnið er í vinnslu og verður leitast við að komast sem lengst með það á árinu.

Bæjarstjórn - 243. fundur - 26.11.2020

Bæjarstjóri fór yfir framlagða minnispunkta sína. Fram kom meðal annars að sú barátta sem við höfum tekið þátt í, við að fá haldbetri upplýsingar um útsvar og skiptingu þess, til sveitarfélaga, virðist vera að skila árangri.

Fram kom að mikil vinna hefur farið í styttingu vinnuvikunnar hjá okkar starfsfólki, eins og vítt og breitt um landið.

Hún ræddi málefni FSS og fjárhagsáætlun næsta árs, en aukinn kostnaður er áætlaður vegna starfsemi nýrra íbúða fyrir fatlað fólk, auk þess sem sveitarfélögin greiða stofnframlag vegna byggingarinnar í ár og á næsta ári.

Hún sagði frá starfsemi og verkefnum hjá Svæðisgarðinum Snæfellsnesi og umræðum á fundi Byggðasamlags Snæfellinga.

Bæjarstjóri ræddi jafnframt vinnu við skoðun á sameiginlegu skipulags- og byggingarfulltrúaembætti, en Haraldur Líndal Haraldsson hefur aðstoðað sveitarfélögin fjögur, sem að standa, við undirbúning. Málið verður til umræðu á fundi bæjarráðs í næstu viku.

Ný uppfærsla er komin á vefsjá bæjarins. Allar húsateikningar og fleiri teikningar, tæplega 2000 talsins, hafa nú verið yfirfærðar inná vefsjána. Upplýsingar um lausar lóðir og lóðir í byggingu eru komnar inní vefsjána og verða þær upplýsingar uppfærðar þar.

Slóð á vefsjá: https://geo.alta.is/grundarfjordur/vefsja/?

Forseti sagði frá símafundi sem hann og bæjarstjóri áttu með lögmanni vegna samnings Grundarfjarðarbæjar við Orkuveitu Reykjavíkur um orkuveitumál. Málið verður til umræðu á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarstjórn - 244. fundur - 10.12.2020

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

Fram kom meðal annars að Hagstofan hefur nú birt sem svokallaða tilraunatölfræði, upplýsingar unnar um útsvar sveitarfélaga, launagreiðslur, fjölda launagreiðenda, launþega o.fl., eftir atvinnugreinum og sveitarfélögum. Um ákveðin tímamót er að ræða, hvað þetta varðar, þar sem sveitarfélög hafa hingað til ekki haft aðgang að þessum upplýsingum þannig samanteknum. Bæjarstjóri sýndi töflur úr þessum gagnagrunni.

Bæjarstjóri sagði frá því að bréf hafi borist um úthlutun byggðakvóta. Grundarfjarðarbæ er úthlutað 140 tonnum, sama magni og í fyrra.

Í síðustu viku fór fram kynningarfundur um jafnlaunavottun, en Attentus vinnur að henni fyrir Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ.

Hún sagði frá fulltrúaráðsfundi Svæðisgarðsins Snæfellsness 7. desember sl. og frá fundi með snjómokstursverktökum sem haldinn var í gær.

Bæjarstjórn - 245. fundur - 14.01.2021

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði m.a. frá ýmsum fundum í desember og janúar, m.a. frá umræðum á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 18. desember sl. sem forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri sátu. Þingið fór fram í fjarfundi, í fyrsta skipti. Til umfjöllunar þar var m.a. tillaga tiltekinna sveitarfélaga um eflingu sveitarstjórnarstigsins með þeirri breytingu að lagt var til að hafnað yrði lögfestingu ákvæðis um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga.
Bæjarstjóri sagði frá vinnu við undirbúning fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi að stofnun sameiginlegs skipulags- og byggingarfulltrúaembættis sem er í gangi. Hún sagði frá því að fulltrúar sveitarfélaganna á Snæfellsnesi hefðu óskað eftir og fengið fund með forstjóra RARIK, þann 4. janúar sl., eftir rafmagnsleysi á svæðinu að kvöldi sunnudagsins 3. janúar. Rætt hefði verið um ástæður og úrbætur, um varaafl, og m.a. hefðu sveitarfélögin lagt til úrbætur á upplýsingagjöf þegar rof verður á afhendingu rafmagns.
Hún sagði frá því að Svæðisgarðurinn Snæfellsnes hefur fengið 15 millj. kr. á fjárlögum ársins 2021, til uppbyggingar. Og Sögumiðstöðin hlýtur styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til uppbyggingar samfélagsmiðstöðvar.
Bæjarstjóri sagði frá samskiptum við Vegagerðina vegna breytinga á hraðamörkum í þéttbýlinu, en ekki hafa borist svör við fyrirspurn bæjarstjóra um umsögn Vegagerðarinnar um ákvörðun bæjarstjórnar frá nóvember 2019 um 30 km hámarkshraða á Grundargötu, sbr. breytingu á umferðarlögum.

Bæjarstjórn - 246. fundur - 11.02.2021

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína og sagði frá ýmsum málum í vinnslu. Hún ræddi um áherslur bæjarstjórnar allt frá 2018, um að fá haldbetri upplýsingar um útsvarið, álagningu þess, innheimtu og upplýsingagjöf og sagði frá því að í þessari viku hafi komið í ljós að ríkið hafi ofgreitt sveitarfélögum háar fjárhæðir í útsvari sem væntanlega verði þá að semja um hvernig verði greiddar til baka eða leiðréttar. Hún sagði þetta furðu sæta og kallaði á góðar skýringar. Hún sagði frá áherslum um aukinn fréttaflutning af málefnum bæjarins. Hið sama gildir um fréttaflutning á vegum Svæðisgarðs þar sem í bígerð er að segja sögur af Snæfellsnesi.

Bæjarráð fór í heimsókn í Sögumiðstöð um daginn og sagt hefur verið frá því og þeim framkvæmdum sem þar eru í gangi.

Allir tóku til máls undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 247. fundur - 11.03.2021

Bæjarstjóri fór yfir mál í vinnslu. Hún sagði frá fundum sem hún og fleiri hafa setið undanfarnar vikur og helstu verkefnum hjá bænum. Hún sagði frá undirbúningi verklegra framkvæmda ársins, ekki síst hönnun og undirbúningi á endurbótum gangstétta og hjólreiðastíga, betri umferðartenginga og fleira. Hún sagði frá fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar þessu tengdu. Hún sagði frá endurbótum á grunnskólahúsnæði, o.fl.

Jafnframt átti sér stað umræða um útsvarsgreiðslur og sameiginlegt embætti skipulags- og byggingarfulltrúa, en auglýsing um nýtt starf fer í loftið næstu daga.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn - 248. fundur - 15.04.2021

Bæjarstjóri fór yfir mál í vinnslu. Hún sagði frá samskiptum við Veitur ohf., ræddi verklegar framkvæmdir, byggingarmál og lóðaframkvæmdir.

Í apríl verður gerð ástandsúttekt á íþróttahúsinu, til að bæjarstjórn geti gert sér sem besta grein fyrir þeim valkostum sem eru um viðgerðir á húsinu. Kominn er tími á gluggaviðgerðir, viðgerðir á klæðningu húss, o.fl. Búið er að panta glugga sem endurnýja á í austurhluta grunnskólahúsnæðis, en þar á líka að fara í áframhaldandi múrviðgerðir. Verið er að undirbúa viðhaldsverkefni á leikskólalóð, viðgerðir á leiktækjum og umbætur á lóð eru á dagskrá sumarsins.

Talsverð vinna hefur verið í undirbúningi framkvæmda við gangstéttar, hjólaleiðir, stíga og tengingar, sbr. markmið um „Gönguvænan Grundarfjörð“. Verið er að útfæra nánar þær hugmyndir sem unnar voru í vetur. Sótt er um styrk í sérstöku átaki um stuðning við fráveituframkvæmdir.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn - 249. fundur - 11.05.2021

Bæjarstjóri fór yfir mál í vinnslu. Hún sagði ráðningarferli vegna stöðu sviðsstjóra sameiginlegs skipulags- og byggingarfulltrúaembættis fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Ákveðið var að auglýsa aftur og þá bæði störfin í einu, starf byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa, og gefa kost á því að hvor þeirra sem væri gæti orðið sviðsstjóri. Þá ræddi hún um hönnun á gangstéttum og undirbúning annarra verklegra framkvæmda. Hún sagði frá vinnu við greiningu á ofanvatni, svokölluðum blágrænum ofanvatnslausnum, sem mun nýtast bænum til komandi ára, við hönnun og verklegar framkvæmdir, m.a. vegna fráveitu. Bæjarstjóri sagði jafnframt frá ráðningum í tímabundin störf gegnum „Hefjum störf“ átak Vinnumálastofnunar.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn - 250. fundur - 10.06.2021

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

Hún sagði m.a. frá ráðningum byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa, sem er að ljúka. Um er að ræða tvær stöður, sem fjögur sveitarfélög á Snæfellsnesi standa að. Yfir tuttugu umsóknir bárust og voru níu umsækjendur teknir í viðtöl.

Hún fór yfir verkframkvæmdir sem hafnar eru og sem eru í undirbúningi, s.s. viðhald á grunnskólahúsnæði, en haldið verður áfram með múrviðgerðir og til stendur að skipta um glugga í hluta skólahúsnæðis.

Uppbygging er hafin í Þríhyrningi, en búið er að panta leiktæki og jarðvegsframkvæmdir eru í gangi.

Bæjarstjóri hefur átt samtöl við Vegagerðina um endurbætur á Grundargötu í tengslum við endurbætur gangstétta sem bærinn mun standa að. Cowi er að vinna grunnvinnu við greiningu á ofanvatnslausnum sem á að auðvelda margvíslega hönnun og framkvæmdir í framtíðinni.

Hún sagði frá því að trjáklippingar væru í höndum Þórðar á Lágafelli í ár, hann sér einnig um sumarblómin og fleira.

Dagskrá Þjóðhátíðardagsins er tilbúin og verður birt á vefnum á morgun.

Bæjarstjórn - 251. fundur - 22.09.2021

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði frá ýmsum verklegum framkvæmdum og verkefnum frá sl. sumri. Vatnstjón urðu í grunnskóla og samkomuhúsi í júlí sl. og leiddu til verulega aukinna verkefna í sumar og haust. Bæjarstjóri lýsti ánægju með aðkomu tryggingafélagsins, VÍS, við úrlausn þeirra mála sem við blöstu eftir tjónin. Verktaki á vegum tryggingarfélagsins hafði umsjón með endurbótum á báðum stöðum. Næsti áfangi í samkomuhúsi er að skipta um dúk og teppi á samkomuhúsinu, en í fundargerð menningarnefndar er að finna lýsingu á stöðu mála þar. Einnig rætt um möguleika þess að endurskoða fyrirkomulag í eldhúsi samkomuhúss með aðkomu félagasamtaka í bænum.

Hún ræddi jafnframt um stöðu framkvæmda við fasteignir, s.s. glugga í grunnskóla.

Bæjarstjóri fór einnig yfir stöðu gangstéttarframkvæmda og áframhaldandi vinnu við þær. Jafnframt rætt um að halda opið hús með kynningu fyrir bæjarbúa um “Gönguvænan Grundarfjörð", framkvæmdir við uppbygginu gangstíga og gatna.

Bæjarstjórn - 252. fundur - 14.10.2021


Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði frá ráðningu nýrra starfsmanna á sviði skipulags- og byggingarmála, sem nú hafa bæði hafið störf, en um er að ræða samstarf fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Bæjarstjórn býður nýja starfsmenn velkomna til starfa.

Jafnframt sagði hún frá undirbúningi að ráðningu leikskólastjóra, sem tekin verður fyrir undir dagskrárlið 12. Ennfremur sagði hún frá ráðningarferli vegna starfs íþrótta- og tómstundafulltrúa sem er í gangi, en átta umsóknir bárust um þá stöðu. Bæjarstjórn felur Unni Þóru Sigurðardóttur, sem fulltrúa D-lista og Hinrik Konráðssyni, sem fulltrúa L-lista umboð til að sitja starfsviðtöl.

Bæjarstjóri sagði frá framkvæmdum við grunnskóla, samkomuhús og fleira. Málefni hundagerðis rædd og vísað til umræðu í bæjarráði.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn - 253. fundur - 18.11.2021

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði frá framkvæmdum við dúklagningu grunnskóla, sem lauk í lok október og fór meirihluti nemenda þá í kennslu í öðru húsnæði, eins og Sögumiðstöð, safnaðarheimili og FSN. Einnig var skipt um hurðir og karma, sem urðu fyrir skemmdum í vatnstjóninu í grunnskólanum í júlí sl.

Í lok október var einnig lagður dúkur á eldhús og bakrými í samkomuhúsi og teppaflísar á efri salinn. Búið er að mála í samkomuhúsinu, efri sal og eldhús og til stendur að mála líka efri hluta veggja í stóra salnum. Endurnýjaðar verða innréttingar og tæki í eldhúsi.

Bæjarstjóri sagði frá því að búið sé að koma niður stærsta leiktækinu í Þríhyrningi, skipinu, og tvö minni leiktæki verði sett niður á næstunni. Jarðvegur sem grafinn hefur verið upp í Þríhyrningi er nýttur í "Orminn", jarðvegsmön í syðri hluta garðsins. Til stendur að hlaða eldstæði í Þríhyrningi, en Lúðvík Karlsson, Liston, tók það verk að sér.

Ennfremur var rætt um framkvæmdir við Grundargötu 30, einkum við þak, en verið er að skoða hvað veldur því að súgur er innum þakskeggið.

Samtal hefur átt sér stað milli fulltrúa Fellaskjóls og bæjarins, um að skipuleggja nýjar íbúðarlóðir vestast í lóð Fellaskjóls. Málið er í vinnslu.

Bæjarstjóri sagði frá því að hún hefði átt fundi með nýjum lögreglustjóra Vesturlands um ýmis atriði sem snerta löggæslu o.fl. í sveitarfélaginu.

Nýr leikskólastjóri tók til starfa í október sl., Heiðdís Lind Kristinsdóttir. Heiðdís er boðin velkomin til starfa.

Bæjarstjórn - 254. fundur - 14.12.2021

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún fór yfir stöðu og starfsemi stofnana vegna Covid smita innanbæjar í síðasta mánuði. Mikið álag var á leik- og grunnskólastjórum, sem stóðu sig mjög vel, gott aðgengi var að sóttvarnateymi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og almenn samstaða bæjarbúa var til fyrirmyndar. Leitast var við að hafa góða upplýsingagjöf til bæjarbúa og er hún lykilatriði í slíkum aðstæðum.

Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur tekið til starfa. Fráfarandi forstöðumönnum, Aðalsteini Jósepssyni og Ragnheiði Dröfn Benidiktsdóttur er þakkað fyrir góð störf. Tilnefningar hafa borist frá íþróttafélögum vegna kjörs á íþróttamanni ársins og verður fundur 20. desember nk. og afhending viðurkenninga á Gamlársdag. Í skoðun er að leita eftir tilnefningum um óeigingjarnt starf í baklandi íþróttastarfs, en mögulega einnig að útvíkka það og láta slíkar viðurkenningar einnig ná til starfa á sviði menningar og annarra samfélagsverkefna. Þetta mál er í vinnslu.

Leikskólinn verður 45 ára í janúar nk. og grunnskólinn á 60 ára afmæli þann 6. janúar nk. Undirbúningur þessara tímamóta er í gangi. Tónlistarskólinn hefur undirbúið átak í fornámi á blásturshljóðfæri yngri barna á næstu önn og komnar eru þó nokkrar skráningar.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu á verklegum framkvæmdum, í grunnskóla, samkomuhúsi, Þríhyrningi, gangstéttum og ljósastaurum. Einnig sagði hún frá vinnu við breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals og samtali við stjórn Fellaskjóls um svæði á eignarlandi dvalarheimilisins.

Hún sagði frá fyrirhuguðum fundi landshlutans með Ríkislögreglustjóra og almannavörnum næsta föstudag og fundi fulltrúa sveitarfélaganna með lögreglustjóra, sem haldinn verður sama dag. Bæjarstjóri sat vel sóttan fjarfund daginn áður á vegum sambandsins og ráðuneyta um umfangsmiklar breytingar á barnaverndarþjónustu.

Lagt hefur verið mikið púður í að skreyta bæinn og þykir fundarmönnum hafa tekist vel til. Yfir stendur val á bestu myndunum í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar, jólagluggar eru í gangi og fleira á vegum menningarnefndar.

Bæjarstjóri kynnti áform um að ná betur til nýrra íbúa. Haldnir verða kynningar- og spjallfundir ætlaðir nýjum íbúum, þar sem upplýsingar verða veittar um þjónustu og starfsemi. Leitast verði við að svara spurningum nýrra íbúa sem hafa ekki íslensku að móðurmáli.

Í dag var boðið til vígsluathafnar nýs íbúðakjarna á vegum Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fyrir fatlað fólk, í Ólafsvík. Bæjarstjóri sótti þá athöfn f.h. bæjarins.

Bæjarstjórn - 255. fundur - 20.01.2022

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði frá afhendingu nýburagjafa á gamlársdag til barna sem fæddust á síðasta ári. Á gamlársdag fór einnig fram krýning íþróttamanns ársins, í Sögumiðstöðinni, en þrír íþróttamenn voru tilnefndir. Íþróttamaður Grundarfjarðarbæjar árið 2021 var Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir. Hvoru tveggja var lágstemmt þetta árið.

Bæjarstjóri sagði frá áramótakveðju Grundarfjarðarbæjar, söng og myndbandi, og áramótapistli bæjarstjóra sem birtur er á vef bæjarins og í styttri útgáfu í bæjarblaðinu Jökli.

Sjá nánar hér: https://www.youtube.com/watch?v=DNcSvaQMArg&t=8s

Hún sagði frá lekatjónum, annars vegar í lagnakjallara íþróttahúss sem olli tjóni í tónlistarskóla og líkamsrækt og hins vegar að Grundargötu 30. Einnig flæddi vatn yfir þjóðveginn við Gilós.

Bæjarstjóri sagði frá samtali sínu í vikunni við forstjóra Veitna ohf. um verkefnið sem í gangi er um skoðun á möguleikum fjarvarmaveitu í Grundarfirði. Ýmis viðbótargögn liggja fyrir og mun bæjarstjórn fá minnisblað í byrjun febrúar, auk þess sem stefnt er að fundi með forstjóra Veitna fyrrihlutann í febrúar til yfirferðar.

Byggingarfulltrúi hefur skilað rafrænni húsnæðisáætlun til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til yfirferðar og mun bæjarstjórn fá áætlunina til afgreiðslu á næstunni.

Bæjarstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir og fór m.a. yfir viðgerðir sem staðið hafa yfir á Grundargötu 30, frá gangstéttum og að komnir eru nýir ljósastaurar á hluta Grundargötu, sem mikill munur væri að. Hún sagði frá því að tilboð hefðu borist í nýja flotbryggju fyrir Grundarfjarðarhöfn, í sameiginlegu útboði Vegagerðarinnar fyrir nokkrar hafnir. Þá ræddi hún m.a. um starfsmannamál, en mönnun hefur verið erfið á köflum vegna forfalla, einnig sagði hún frá fundi með Símenntun Vesturlands.

Í tengslum við umræðu um fundarpunkta kom fram hjá SÞ að tveir fulltrúar RKÍ úr Grundarfirði hefðu sótt námskeið og væru hluti af nýju áfallateymi sem hafi verið sett á fót á Vesturlandi.

Bæjarstjórn - 256. fundur - 10.02.2022

Bæjarstjóri lagði fram minnispunkta sína. Hún sagði frá ýmsum fundum sem hún hefur setið, m.a. um barnaverndarþjónustu með stjórn FSS, fundi með fulltrúum úr stjórn Fellaskjóls um mögulegar byggingarlóðir á lóð heimilisins, o.fl. Hún sagði frá samtali við fulltrúa Símans um þjónustumál og frá fundum sem framundan eru.

Hún sagði frá samtali við leyfishafa lóða við Ölkelduveg um byggingaráform raðhúsa, hún sagði frá umsóknum um styrki vegna fráveituframkvæmda til umhverfis- og auðlindaráðuneytis, en sótt var um tvo styrki f.h. bæjarins í lok janúar.

Hún sagði frá framkvæmdum sem eru í gangi, en búið er að bjóða út þakskipti á efra húsi Samkomuhússins og í bígerð eru framkvæmdir við viðgerð á lekaskemmdum í grunnskóla, þakskiptum á tengibyggingu milli grunnskóla og íþróttahúss, breytingar á neðra anddyri skólans, og útboð á klæðningu á suðurhluta íþróttahússbyggingar. Í gangi er þarfagreining vegna hönnunar á nýju anddyri á íþróttahúsi og var helstu notendum sent erindi út af því. Framkvæmdir eru í gangi við að endurbyggja rýmið baksviðs í samkomuhúsinu.

Þá sagði hún frá góðri þátttöku nemenda í átaki tónlistarskólans í námi á blásturshljóðfæri sem fór af stað í upphafi annarinnar.

Bæjarstjórn - 257. fundur - 10.03.2022

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.
Hún sagði frá fundi bæjarfulltrúa með fulltrúum frá Veitum ohf., um fjölvarmaveituverkefnið, þann 17. febrúar sl. Fram kom að Veitur eru að vinna að fýsileikagreiningu og hyggjast skila af sér niðurstöðum í maí nk.

Bæjarstjóri sagði frá fundum og viðburðum sem hún og aðrir starfsmenn hafa tekið þátt í að undanförnu.

Auglýsingar eftir sumarstarfsfólki fara út næstu daga og unnið er að breyttu vaktafyrirkomulagi á höfn, þar sem bætt verður við starfsfólki.

Bæjarstjóri sagði frá því að þann 8. mars sl. hefði verið haldinn vel heppnaður fundur eða samkoma í Sögumiðstöðinni, þar sem verkefninu "Let´s come together" hefði verið hleypt af stokkunum. Grundarfjarðarbær og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes eru samstarfsaðilar í verkefninu, sem fékk styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Verkefnið leiða þær Alicja Chajewska og Ildi ehf., Sigurborg Kr. Hannesdóttir.
Fyrsti fundurinn var á ensku og þátttakendur voru ríflega tuttugu, af sjö þjóðernum. Næsti fundur verður á pólsku, með sama sniði.
Grundarfjarðarbær nýtir tækifærið og leggur við hlustir á þessum fundum, um það sem bæta má í upplýsingagjöf til nýrra og erlendra íbúa, auk þess sem húsnæði er lagt undir fundi og samkomur í verkefninu.

Bæjarstjóri sagði frá því að á morgun, 11. mars, yrði ritað undir samning við mennta- og barnamálaráðherra og Unicef um verkefnið Barnvænt sveitarfélag, sem Grundarfjarðarbær hefur samþykkt að innleiða.

Bæjarstjórn - 259. fundur - 07.04.2022

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði frá fyrirhuguðum fjarfundi sem haldinn verður á morgun með Bjargi, íbúðafélagi. Hún sagði frá samskiptum sem hún hefur átt um fjarskipti og ljósleiðaravæðingu í Grundarfirði.

Bæjarstjóri ræddi starfsmannamál og umsóknir um störf og breytingu á vinnufyrirkomulagi á höfn. Einnig var rætt um umsóknir um sumarstörf, en líklega verður auglýst að nýju eftir umsóknum um tiltekin störf.

Hún sagði frá því að starfshópur sem hún hefur setið í um endurskoðun á ákvæðum sveitarstjórnarlaga um fjármál sveitarfélaga hafi skilað af sér niðurstöðum, skýrslu til ráðherra innviða með tillögum um breytingar.

Einnig sagði hún frá fjarfundi sem hún sat ásamt framkvæmdastjóra Svæðisgarðsins Snæfellsness með innviðaráðherra sl. mánudag vegna skýrsluskila á vegum Svæðisgarðsins, um framlag uppá 15 milljónir kr. sem Svæðisgarðurinn fékk á fjárlögum.

Hún ræddi jafnframt deiliskipulagsmál og sagði frá því að skipulagsfulltrúi hefði leitað tilboða í deiliskipulag Framness og deiliskipulag hafnarsvæðis austan Nesvegar, sem er að fara af stað.

Bæjarstjóri fór yfir helstu verklegu framkvæmdir. Framkvæmdir í Þríhyrningi áttu að klárast en nást ekki vegna frosts í jörðu, framkvæmdir í samkomuhúsi eru langt komnar og tæki og innréttingar væntanleg í eldhúsið öðrum hvorum megin við helgina. Búið er að senda út verðkönnunargögn vegna þakskipta á tengigangi milli skóla og íþróttahúss. Útboð fór fram vegna þaks á samkomuhúsi í upphafi ársins og var Gráborg ehf. með lægsta tilboð. Arkitekt vinnur nú að hönnun á skrifstofurými á Grundargötu 30 og sömuleiðis er farin af stað grófhönnun á anddyri fyrir íþróttahús.

Bæjarstjórn - 260. fundur - 03.05.2022

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.
Hún sagði m.a. frá helstu framkvæmdum, en verið er að ljúka við að steypa gangstéttar á Grundargötu, brjóta eldri hluta þekju á Norðurgarði þar sem ný verður steypt, ný flotbryggja er á leiðinni fyrir gesti skemmtiferðaskipa og munum við selja þá gömlu.

Verktaki hefur nú lokið við að brjóta um 500 rúmmetra af grjóti úr Hrafnsá, í landi Hrafnkelsstaða í Kolgrafafirði, en það er í eigu Grundarfjarðarbæjar. Bærinn fékk á síðasta ári efnistökuleyfi þar í samræmi við aðalskipulag og er unnið skv. efnistökuáætlun bæjarins. Grjótið úr Hrafnsá er gríðarsterkt og mun nýtast vel í undirlag fyrir stíga, götur og steypt plön. Brotið núna er til prufu, en umtalsvert magn af því er í ánni og mun þurfa að taka mun meira af því á komandi árum.

Fyrir liggja fyrstu hönnunarhugmyndir fyrir nýtt/stækkað anddyri íþróttahúss, sem bæjarstjórn samþykkti að láta grófhanna í ár. Arkitekt mun útfæra þær tillögur nánar og senda innan fárra daga. Útboðsgögn frá Eflu eru væntanleg í vikunni um klæðningu útveggja á austurhlið, gluggaskipti og fleira á íþróttahúsi - en unnið verður í samræmi við ástandsskýrslu og viðgerðaráætlun, sem bæjarstjórn lét vinna á síðasta ári.

Fyrir liggja hönnunartillögur fyrir samvinnurýmið á Grundargötu 30 og hefur starfshópur skilað tillögum til bæjarstjórnar, sbr. lið hér síðar á dagskrá.

Bæjarstjóri sagði að framkvæmdir við leiktæki í Þríhyrningi hafi tekið of langan tíma, en að verktakar væru nú að störfum og framkvæmdum ætti að ljúka á næstu dögum. Verið er að setja perlumöl sem fallvarnarlag við leiktækin sem þar hefur verið komið fyrir. Liston tók að sér að hlaða eldstæði í garðinum og er það verk í gangi. Íþrótta- og tómstundafulltrúi er að vinna í að draga saman sögulegan fróðleik um Þríhyrning, til að setja á skilti sem styrkur fékkst uppí, til að setja upp í Þríhyrningi. Þar verður sagt frá sögu svæðisins.

ÞB-Borg bauð lægst í þakskipti á tengibyggingu milli grunnskóla og íþróttahúss og hefur tilboðinu verið tekið.

Vor- og sumarverkefni eru farin af stað. Samningur var gerður við Thor Kolbeinsson um götusópun í bænum, en hann hefur keypt sóparabíl. Þórður Runólfsson garðyrkjufræðingur mun sjá um trjáklippingar þriðja sumarið í röð og eins um sumarblóm bæjarins. Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur að undanförnu haft umsjón með lagfæringum á búnaði við ærslabelg.

Bæjarstjóri sagði frá starfsmannamálum
Steinar Þór Alfreðsson hóf störf á höfninni síðari hluta apríl sl. Vaktavinnufyrirkomulag hefur verið í undirbúningi á höfninni og er þörf á að bæta enn frekar við starfsfólki þar, einkum í sumar og haust. Bæjarstjóri hefur ráðið Valdísi Ásgeirsdóttur til að stýra vinnuskólanum í 6 vikur í sumar og Eglé Sipaviciute til að hafa umsjón með sumarnámskeiðum fyrir börn í 1.-4.bekk.
Ekki hefur fengist starfsfólk í öll störf og hefur verið auglýst aftur, s.s. í sundlaug, upplýsingamiðstöð, aðstoðarfólk í vinnuskóla og sumarnámskeið.
Bæjarstjóri sagði að í mjög mörgum sveitarfélögum sé talað um mikinn skort á starfsfólki fyrir sumarið. Auglýst var sérstaklega eftir afleysingum fyrir umsjón fasteigna og áhaldahús, saman.
Leikskólastjóri hefur sagt upp starfi sínu, eins og fram kemur undir sér lið hér síðar á dagskránni.

Í punktum sem bæjarstjóri lagði fram frá Kristínu Þorleifsdóttur skipulagsfulltrúa kom fram að helstu verkefni væru þau að í gangi væri reglubundin uppmæling lóða og gerð nýrra lóðablaða vegna lóðarleigusamninga sem eru að renna út. Samstarf við Lions sé um að undirbúa gróðursetningu í Paimpolgarði. Til standi að gefa miðbæjarreit einfalda andlitslyftingu í vor/sumar, svæðinu kringum víkingasvæðið og þar fyrir ofan.

Gerð verður úttekt á aðgengi opinberra bygginga og umhverfi þeirra í samstarfi við Sjálfsbjörgu og síðan hvatt til styrkumsókna í "Römpum upp Ísland".

Deiliskipulagstillaga (endurskoðun) fyrir Ölkeldudal er tilbúin, eftir breytingar á lóðum vestan Fellaskjóls, sem stjórnarmenn Fellaskjóls óskuðu eftir, sjá sér lið undir dagskránni.

Efla mun annast skipulagsráðgjöf vegna nauðsynlegra deiliskipulagsbreytinga á hafnarsvæði austan Nesvegar og einnig nýtt deiliskipulag á Framnesi.

Undirbúningur deiliskipulagsbreytinga á iðnaðarsvæðinu við Kverná hefur verið samþykktur í skipulagsnefnd og er hér síðar á dagskrá.

Þriðja árs nemar Landbúnaðarháskóla Íslands munu vinna með miðbæinn í stúdíóverkefni næsta haust (staðfest), eins og fram kemur í punktum frá skipulagsfulltrúa.

Í punktum frá Ólafi Ólafssyni íþrótta- og tómstundafulltrúa kom eftirfarandi fram, varðandi íþróttahús og sundlaug:

- Neyðaráætlanir og viðbragðsáætlanir hafa verið gerðar.
- Öryggismerkingar settar upp.
- Þrifaplan og búnaður uppfært.
- Þurrkari keyptur til að þurrka moppur og handklæði.
- Íþróttasalur: búið er að laga múrskemmdir og klárað að mála stúku. Geymslur teknar í gegn og endurskipulagðar.
- Í kennaraherbergi er búið að skipta út öllum tækjum á baðherbergi og mála veggi og gólf. Það rými verður notað sem "þriðja baðaðstaðan" fyrir gesti en eftirspurn eftir slíku hefur aukist.

Í sundlaug hefur dælubúnaður verið lagfærður að hluta.
Í búningsklefum hefur verið skipt út gólfmottum og skiptiborð sett í karlaklefann og er því nú í báðum klefum.
Í afgreiðslu er búið að taka út gamlar innréttingar, mála og setja nýjar inn að hluta, en verkinu er ekki alveg lokið.

Mikill tími hefur farið hjá íþróttafulltrúa í að læra á kerfið í sundlauginni og halda henni gangandi.

Í félagsmiðstöð hefur íþrótta- og tómstundafulltrúi haldið utan um stjórnun starfsins, starfmannamál og almennt utanumhald. Keyptur var skápur fyrir sjoppu og búið að vera góð viðbót í starfið og krakkarnir hafa sótt félagsmiðstöðina vel og virðast vera sátt við að vera með aðstöðu í skólanum, eftir því sem íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur hlerað.