Lögð fram drög að skýrslu SSV um úttekt á tekjuþróun bæjarins, sem Vífill Karlsson hefur unnið að. Úttektin snýr að mestu leyti að útsvari og þróun þess, sveiflum í útsvarstekjum, atvinnugreinaflokkun, áhrifum íbúafjölda o.fl., auk helstu tekjuforsendna. Í úttektinni eru framlög Jöfnunarsjóðs einnig skoðuð og þróun þeirra, sem og fasteignamat og þróun þess.
Bæjarstjórn samþykkir að fara í skoðun á tekjum bæjarsjóðs með það í huga að rýna í þróun tekna, sjá samanburð við önnur sambærileg sveitarfélög og fá mynd af því hvaða áhrif breytingar í atvinnumálum hafa á tekjur bæjarsjóðs. Að sinni verði einkum rýnt í útsvarstekjur og tekjur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Bæjarráði falið að móta frekar umfang og aðferðir við skoðunina.
Samþykkt samhljóða.