Málsnúmer 1808013

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 219. fundur - 16.08.2018

Lokaður dagskrárliður
Umræða um atvinnumál í Grundarfirði.

Bæjarstjórn mun leita eftir samtali við stofnanir á vegum sveitarfélaganna sem hafa það hlutverk að styðja við atvinnulíf.

Bæjarstjórn einsetur sér að heimsækja reglulega fyrirtæki í bænum og kynna sér starfsemi þeirra. Bæjarstjóra falin umsjón málsins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 221. fundur - 18.10.2018

Lokaður dagskrárliður.

Umræða um atvinnumál, um málefni Arionbanka sérstaklega en útibúi bankans í Grundarfirði verður lokað í byrjun nóvember nk. Einnig rædd málefni VÍS og um ljósleiðara í þéttbýli.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða endurskoðun vátryggingasamnings við Vátryggingafélag Íslands hf. (VÍS).

Bæjarstjórn - 222. fundur - 12.11.2018

Lokaður dagskrárliður
Umræða um atvinnumál. Rætt um málefni Arionbanka eftir lokun útibús bankans í byrjun nóvember sl. Bæjarstjóri hefur verið í sambandi við stjórnendur bankans um þjónustuþætti eftir lokun útibúsins. Rætt um atvinnumál almennt. Ennfremur rætt um húsnæðismál, en skortur er á íbúðarhúsnæði, einkum minni íbúðum. Rætt um lóðamál í því samhengi og möguleika á byggingu íbúða.

Bæjarstjórn stefnir á að fara í heimsóknir í fyrirtæki í bænum eftir að fjárhagsáætlunargerð lýkur - rætt um fyrirkomulag.

Bæjarstjórn - 223. fundur - 13.12.2018

Lokaður dagskrárliður.

Umræður um atvinnumál. Rætt um heimsóknir í fyrirtæki og fyrirkomulag þeirra. Rætt um læknisþjónustu HVE, um húsnæðismál og menningarstarfsemi. Einnig rætt um úttekt á tekjum bæjarins, sem fyrir liggur, um frágang hennar og um kynningu á niðurstöðum, sem stefnt er að í janúar nk.

Bæjarstjórn - 224. fundur - 10.01.2019

Lokaður dagskrárliður.

Umræður um atvinnumál.

Bæjarstjórn - 225. fundur - 12.02.2019

Lokaður dagskrárliður.

Rætt m.a. um fjölgun á komum skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðar, en bókaðar eru 53 komur skemmtiferðaskipa á þessu ári í Grundarfjarðarhöfn. Jafnframt rætt um tækifæri sem því fylgja.

Bæjarstjórn - 228. fundur - 09.05.2019

Farið yfir ýmis atvinnutengd málefni.

Bæjarstjórn - 229. fundur - 13.06.2019

Liðurinn ræddur samhliða dagskrárlið nr. 1.

Bæjarstjórn - 230. fundur - 19.09.2019

Umræða um atvinnumál, m.a. um væntanlega komu nýrra skipa í Grundarfjörð.

Bæjarstjórn - 231. fundur - 10.10.2019

Umræður um atvinnumál.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar fagnar þremur skipum sem komu til heimahafnar í Grundarfirði í liðinni viku. Eigendum, áhöfnum og starfsmönnum fyrirtækjanna er óskað til hamingju.

Bæjarstjórn - 232. fundur - 28.11.2019

Umræða um atvinnumál, m.a. um kolefnisgjald á fyrirtæki.

Bæjarstjórn - 233. fundur - 12.12.2019

Bæjarstjóri sagði frá því að Arionbanki hefði tilkynnt að viðvera þjónustufulltrúa í Grundarfirði nk. mánudag 16. desember, yrði sú síðasta í bili, þar sem bankinn gæti ekki lengur mannað þessa þjónustu. Bæjarstjóri lagði áherslu á það við bankann að viðskiptavinum í Grundarfirði yrði mætt með viðunandi hætti þegar kemur að þjónustu.

Bæjarstjórn - 235. fundur - 13.02.2020

Forseti sagði frá fundi á Snæfellsnesi með nýjum bankastjóra Arion banka.

Bæjarstjórn ræddi bókanir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) á fundi stjórnar þann 5. febrúar sl. um opinber störf á landsbyggðinni. Bæjarstjórn tekur undir eftirfarandi, sem sagt er í bókun SSV:

„Í nýjum hagvísi SSV um opinber störf kemur fram að þau eru hlutfallslega hvergi færri en á Vesturlandi. Það skiptir mikil máli að opinber þjónusta ríkisins sé með þeim hætti að hægt sé að veita íbúum allra landshluta góða þjónustu og opinberar stofnanir og fyrirtæki í opinberri eigu hafi þann mannauð sem til þarf. Jafnframt er afar mikilvægt að ríkið dreifi starfsemi sinni um landið og treysti með þeim hætti atvinnulíf um allt land. Með því móti er stuðlað að fjölbreyttara atvinnulífi sem og atvinnumöguleikum kvenna og ungs og menntaðs fólks. Stjórn SSV leggur á það þunga áherslu að nú þegar móti stjórnvöld skýra stefnu um staðsetningu opinberra starfa á landsbyggðinni og þar verði sérstaklega horft til svæða þar sem opinberum störfum hefur fækkað undanfarin ár og þau eru hlutfallslega færri en í öðrum landshlutum.“

„Stjórn SSV fagnar frumkvæði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fjölgun starfa á landsbyggðinni frá 2020 fram til 2025 og að hann og forstöðumenn þeirra stofnana sem um er fjallað hafi sett sér mælanleg markmið um fjölgun starfa. Það vekur hins vegar furðu að Vesturlands sé hvergi getið í skýrslunni, það er engu líkara en landshlutinn sé ekki lengur hluti af landsbyggðinni og þar sé ekki þörf á fjölgun opinberra starfa. Í nýjum Hagvísi SSV um opinber störf kemur skýrt fram að þau eru hlutfallslega hvergi færri en á Vesturlandi."

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 236. fundur - 12.03.2020

Lögð var fram eftirfarandi bókun:

„Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar krefst þess að nú þegar hefjist vinna við að tryggja afhendingaröryggi rafmagns á Snæfellsnesi. Í dag er aðeins ein stofnlína sem tengir Snæfellsnesið við megin stofnleið landsins, en tengingin er frá Vatnshömrum í Borgarfirði að Vegamótum á Snæfellsnesi og er þessi lína orðin tæplega 50 ára gömul. Því er afar brýnt að hefja strax endurnýjun á stofnlínunni frá Vatnshömrum að Vegamótum til að bæta afhendingaröryggi og leysa spennuvandamál. Þá er ekki síður mikilvægt að leggja nýja línu frá Glerárskógum í Dalabyggð að Vogaskeiði á Snæfellsnesi og tryggja þannig hringtengingu (N-1) á Snæfellsnesi. Það er gríðarlegt óöryggi fyrir jafn stórt svæði og Snæfellsnes að hafa ekki hringtengingu og úr því verður að leysa hið fyrsta.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar leggur einnig áherslu á að nú þegar verði tryggt að varaafl sé til staðar á Snæfellsnesi ef bilun verði í stofnlínukerfinu, ekki síst vegna þess að húsnæði bæði í Grundarfirði og Snæfellsbæ er hitað upp með rafmangi og langvarandi rafmagnsleysi gæti því haft mjög alvarlegar afleiðingar á svæðinu.

Uppbygging raforkukerfisins á Snæfellsnesi þolir enga bið, nauðsynlegt er að Landsnet og Rarik hefji nú þegar undirbúning að framkvæmdum til að tryggja afhendingaröryggi rafmagns, auk þess sem bætt aðgengi að rafmangi getur orðið undirstaða frekari sóknar Snæfellinga í atvinnumálum og styrkir búsetukosti.“

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 237. fundur - 07.04.2020


Bæjarstjórn færir kærar þakkir til starfsfólks bæjarins, fyrir góða vinnu undanfarnar vikur við breyttar og krefjandi aðstæður.

Bæjarstjórn þakkar einnig bæjarbúum kærlega fyrir samheldni á sérstökum tíma.

Að öðru leyti vísað til umræðu um næstu liði og afgreiðslu undir lið nr. 12 á dagskrá fundarins.

Bæjarstjórn - 238. fundur - 14.05.2020

Forseti vakti athygli á því að bærinn auglýsir nú allt að fimmtán ný sumarstörf fyrir ungt fólk. Tryggt verður að ungmenni á framhaldsskóla- og háskólastigi fái störf í a.m.k. 2 mánuði í sumar. Bærinn fékk samþykki fyrir 15 sumarstörfum fyrir námsmenn, með lögheimili í sveitarfélaginu, 18 ára og eldri. Bærinn mun tryggja að 17 ára námsmenn eigi kost á því sama.

Kostnaður fyrir bæinn verður lagður fyrir þegar ljóst er hvernig raðast í störfin. Reiknað er með að heildarkostnaður bæjarins, á móti framlagi Vinnumálastofnunar, verði að lágmarki 141 þús. kr. á mánuði fyrir hvert starf, en styrkurinn nær til 2ja mánaða starfs.

Bæjarvefur hefur tekið miklum breytingum, m.a. með hliðsjón af samtali við fulltrúa fyrirtækja í apríl sl. Upplýsingar sem höfða til ferðafólks hafa verið settar inn og pólsk og ensk útgáfa hafa verið endurbættar.

Sveitarfélögin á Vesturlandi standa að Markaðsstofu Vesturlands, sem nú gengst fyrir miklu markaðsátaki til kynningar á svæðinu. Kynningarfundir voru haldnir í gær, en áætlað er að um miðjan júní verði nýr vefur og önnur markaðstæki tilbúin úr þeirri vinnu sem nú stendur yfir.

Bæjarstjóri hefur óskað eftir því að atvinnuráðgjafar SSV verði hér með viðveru örar. Í auglýsingu frá í gær er auglýst viðvera atvinnuráðgjafa, sem stefnt er að því að verði aðra hvora viku og nú í Sögumiðstöðinni. Alltaf er þess á milli hægt að fá samtöl við atvinnu- og menningarráðgjafa.

Stjórn Svæðisgarðsins Snæfellsness hefur fundað síðustu vikurnar og lagt á ráðin um stuðning við fyrirtæki á svæðinu, vegna áhrifa Covid-19. Í næstu viku verður opinn fundur á Snæfellsnesi á þeirra vegum.

Forseti sagði ánægjulegt hve mikið hefði verið að gera hjá Grundarfjarðarhöfn, við landanir að undanförnu.

Bæjarstjórn - 239. fundur - 11.06.2020

Grundarfjarðarhöfn:
Afbókanir skemmtiferðaskipa eru nokkrar í sumar, eða sem nemur um 70% af áætluðum tekjum ársins vegna komu skemmtiferðaskipa. Annars var nýliðinn maímánuður stór löndunarmánuður hjá höfninni. Tæpum 2.575 tonnum var þá landað í Grundarfjarðarhöfn, nær allt bolfiskur. Er það með allra hæstu mánuðum í lönduðum bolfiski á yfir tuttugu ára tímabili hjá höfninni. Einungis tvisvar áður hefur samtals landaður bolfiskafli verið hærri í einum mánuði, þ.e. í mars 2019 þegar landað var rúmum 2.883 tonnum og í mars síðastliðnum, þegar landað var rúmum 2.611 tonnum af bolfiski. Til samanburðar var í maí 2019 landað tæpu 1.371 tonni og í maí 2018 tæpum 1.517 tonnum, í bolfiski, á höfninni.

Fundir með ferðaþjónustuaðilum hafa farið fram í maí og júní, um markaðs- og kynningarmál, m.a. um nýjan vef, en fjölmargar nýjungar og viðbótarefni er nú komið inná bæjarvefinn, ætlað bæði íbúum og gestum. Ennfremur eru möguleikar fyrir fyrirtæki að koma upplýsingum um þjónustu sína á framfæri á vefnum.

Bæjarstjórn - 241. fundur - 10.09.2020


Umræða um atvinnumál.

Á fundi bæjarráðs þann 3. september sl. lágu fyrir tölur um atvinnuleysi. Alls voru 26 manns skráðir í atvinnuleit í Grundarfirði og 11 manns í minnkuðu starfshlutfalli í júlímánuði, samtals 37 manns. Tölur hafa ekki borist frá ágústmánuði.

Bæjarstjóri sagði frá því að nokkrar fyrirspurnir hefðu borist frá rekstraraðilum í ferðaþjónustu, sem vildu skila rekstrarleyfum vegna gistingar og taka húsnæði úr notum sem gistirými, með breytingu yfir í íbúðarhúsnæði. Slíkar breytingar eru alfarið á borði sýslumanns, sem gefur út rekstrarleyfi.

Jafnframt rætt um fyrirspurn varðandi frekari frestun gjalddaga fasteignagjalda. Sveitarfélög eru bundin af heimildum í lögum til slíks og ekki hafa verið gerðar frekari breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, hvað þetta varðar, heldur en gerðar voru sl. vor og unnið er eftir.

Forseti lagði til að bæjarstjórn óski eftir fundum/samtölum á næstu vikum við fulltrúa fyrirtækja, einkum þeirra sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna Covid-19.

Bæjarstjóra falið að útfæra nánar fyrirkomulag, í samráði við bæjarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 242. fundur - 08.10.2020

Bæjarstjóri sagði frá helstu ráðstöfunum í stofnunum bæjarins vegna Covid-19.

Forseti sagði að þjónusta bæjarins á tímum sem þessum væri aldrei mikilvægari, að hægt sé að halda úti starfsemi í stofnunum bæjarins. Þær gegni mikilvægu hlutverki í þjónustu við íbúa og atvinnulíf; félagsþjónusta og félagslegur stuðningur, barnavernd, skólastarf, íþróttaaðstaða, hreinlætismál og fleira.

Bæjarstjórn þakkar starfsmönnum stofnana bæjarins fyrir vel unnin störf, gott skipulag og sveigjanleika við að halda óskertri þjónustu. Markmiðið er að halda úti þjónustu stofnana bæjarins eins lengi og mögulegt er á hverjum tíma.

Stefnt er að fjarfundum með fulltrúum fyrirtækja ca. 20.-22. okt. nk., sbr. bókun bæjarstjórnar á síðasta fundi.

Bæjarstjórn - 243. fundur - 26.11.2020

Rætt um Samgönguáætlun Vesturlands og stöðu á Grundargötu 30 vegna skipta á eignarhlutum sem verður fljótlega. Endanleg skipti fara fram um áramót.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn - 244. fundur - 10.12.2020

Lagðir fram skilmálar um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum, sem renna út um næstu áramót.

Forseti leggur til að kjör sem í gildi eru um afslátt af gatnagerðargjöldum, skv. samþykkt bæjarstjórnar frá maí 2020, gildi áfram til 30. júní 2021.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 245. fundur - 14.01.2021

Rætt með lið nr. 2 á fundinum.

Bæjarstjórn - 246. fundur - 11.02.2021

Umræða um þennan lið sameinuð dagskrárliðnum á undan.

Bæjarstjórn - 248. fundur - 15.04.2021

Lagðar fram upplýsingar um atvinnuleysi í Grundarfirði. Í mars voru 37 manns á atvinnuleysisskrá.

Bæjarstjóri sagði frá því að Grundarfjarðarbær hyggist ráða a.m.k. tvo atvinnuleitendur til starfa við átaksstörf, sem búið væri að leggja inn hjá Vinnumálastofnun undir átakinu „Hefjum störf“. Sótt verður um fleiri störf. Auk þess er í undirbúningi að sækja um störf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, sem stuðningur getur fengist við, líkt og gert var í fyrra.

Forseti vakti athygli á því að auglýstar hafi verið stöður lækna í Grundarfirði og Ólafsvík, á vegum HVE. Bæjarstjórn fagnar þessum áformum HVE.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn - 250. fundur - 10.06.2021

Bæjarstjóri sagði frá fundi sínum og forstjóra Veitna ohf. í gær, með ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vegna rýni á stöðu orkumála í Grundarfirði.

Fundurinn er haldinn í framhaldi af umræðum á fundi Veitna og bæjarstjórnar þann 11. maí sl.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn - 251. fundur - 22.09.2021

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun í dag eru tveir einstaklingar á atvinnuleysisskrá í Grundarfirði.

Bæjarstjóri sagði frá því að Grundarfjarðarbær hefði fengið 7 millj. kr. styrk úr Orkusjóði til orkuskipta í íþróttahúsi, og er það til viðbótar við styrk sem fékkst árið 2020. Alls standa því 17 millj. kr. sem styrkur til að skipta út olíukyndingu í íþróttahúsi, sundlaug og grunnskóla.

Bæjarstjórn - 252. fundur - 14.10.2021

Rætt um áhrif af samdrætti í aflaheimildum á yfirstandandi kvótaári.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn - 253. fundur - 18.11.2021

Forseti sagði sagði frá fjölda landana í Grundarfjarðarhöfn í nóvember.

Bæjarstjórn - 254. fundur - 14.12.2021

Bæjarstjóri sagði frá löndunum á höfninni, sem hafa aukist verulega.

Ársafli komin á land þann 14. desember 2021 var 23.200 tonn. Til samanburðar var ársafli 2020, 18.462 tonn, 16.067 tonn árið 2019 og 13.700 tonn árið 2018.

Það sem af er desember eru landanir komnar í 2.400 tonn en heildarafli í desember 2020, var 1.032 tonn. Í nóvember 2021 var landað 3.637 tonnum, en 1.339 tonnum í nóvember 2020. Lönduð tonn í október 2021 voru 2.080, en þau voru 995 í október 2020.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn - 255. fundur - 20.01.2022

Umræður um útsvarslíkan Analytica og málefni á sviði félagsþjónustu.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn - 256. fundur - 10.02.2022

Liðir 2 og 3 ræddir saman.

Bæjarstjórn - 257. fundur - 10.03.2022

Dagskrárliðir 2 og 3 teknir og ræddir saman.

Bæjarstjórn - 260. fundur - 03.05.2022

Þessi liður ræddur með liðnum á undan.