Árni Þór Hilmarsson sækir um byggingaleyfi vegna Fellasneiðar 8.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 194Ekki liggja fyrir öll þau gögn sem þarf til útgáfu byggingarleyfis, sbr. grein 2.4.1. byggingarreglugerðar og því er ekki unnt að afgreiða umsóknina eins og hún liggur fyrir. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Opið hús. Kynning á aðalskipulagstillögu á vinnslustigi í Samkomuhúsi Grundarfjarðar mánudaginn 13. ágúst 2018, kl. 18:00-21:00.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 194Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur hjá Alta var tengd í fjarfundi undir þessum lið.
Farið var yfir fyrirkomulag opins húss sem haldið verður til kynningar á vinnslutillögu aðalskipulags nk. mánudag. Matthildur fór yfir kynningu sem hún mun verða með á opna húsinu og kynningarmyndir sem hengdar verða upp á vegg í samkomuhúsinu. Ákveðið að láta liggja frammi einfalt kynningarblað með helstu upplýsingum um vefsíðu og um næstu skref.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 194Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur hjá Alta var tengd á fjarfundi undir þessum lið.
Hún fór yfir drög að minnisblaði um sjónrænt verðmæti landslags og mögulega nálgun hvað það varðar í stefnu nýs aðalskipulags. Samþykkt að meginefni kaflans verði hluti af nýrri skipulagstillögu. Til nánari umræðu á fundi um aðalskipulagið síðar.