Menningarnefnd - 15Undanfarin ár hefur Ungmennafélag Grundarfjarðar, UMFG, séð um 17. júní en félagið hyggst ekki sjá um hátíðahöldin í ár. Ræddir möguleikar á að fá aðra aðila til að sjá um hátíðahöldin gegn styrk frá Grundarfjarðarbæ á sömu nótum og verið hefur. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að kanna áhuga félagasamtaka í bænum á að taka að sér undirbúning og utanumhald á hátíðarhöldunum á þjóðhátíðardaginn.Bókun fundarTil máls tóku EG, RG og ÞS.
Menningarnefnd - 15Til fundarins mættu rekstraraðilar Kaffi Emils, og menningarnefnd fór yfir punkta með þeim frá síðasta fundi. Rætt um leiðir til að halda áfram samstarfi og endurnýja leigusamninginn sem er útrunninn. Lítið hefur þokast í átt að betri samskiptum og því setur menningarnefnd spurningarmerki við framhaldið. Menningarnefndin er öll af vilja gerð til að ná samningum og góðu samstarfi við rekstraraðila. Nefndin leggur áherslu á að Sögumiðstöðin verði áfram menningarhús, bókasafn og upplýsingamiðstöð sem þjónar sveitarfélaginu og bæjarbúum samhliða rekstri kaffihúss. Ákveðið að aðilar leggi til hugmyndir að nýjum samningi á næsta fundi menningarnefndar og rekstraraðila Kaffi Emils, sem ákveðinn hefur verið í viku 22.