Menningarnefnd - 14Farið yfir minnispunkta frá fundi menningarnefndar með rekstraraðilum Kaffi Emils. Fram hefur komið óánægja af hálfu rekstraraðila þar sem þeim þykir Grundarfjarðarbær ekki koma nægilega til móts við þarfir kaffihússins. Svo sem að setja vegg milli vestursalar og miðsalar hússins sem hægt sé að hafa lokaðan ef fundir eru í Bæringsstofu utan opnunartíma kaffihússins. Menningarnefndin er ósammála því vegna þess að slíkt væri verulega takmarkandi fyrir hlutverk Sögumiðstöðvarinnar sem menningarhúss. Hins vegar er nefndin sammála um að dytta þurfi að ýmsu í húsinu og verður unnið að því á næstu vikum og mánuðum.
Til stendur að endurskoða samning milli Grundarfjarðarbæjar og Svansskála ehf. sem rekur Kaffi Emil. Menningarnefnd telur að skerpa þurfi á ákveðnum atriðum áður en gengið verður til samninga. Eins telur menningarnefndin að endurskoða þurfi leiguverðið og stöðugildi vegna upplýsingamiðstöðvar.
Menningarnefndin er almennt ánægð með það fyrirkomulag að reka saman kaffihús, bókasafn, upplýsingamiðstöð og annað það sem Sögumiðstöðin hýsir í dag. Nefndin harmar þó þann stirðleika sem verið hefur í samskiptum rekstraraðila og Grundarfjarðarbæjar og vonast til að það muni nú breytast til batnaðar.Bókun fundarTil máls tóku EG og ÞS.
Bæjarstjórn óskar eftir því að menningarnefnd vinni áfram að lausn mála.
Menningarnefnd - 14Menningarnefnd lýsir ánægju sinni með mikla aukningu í notkun á Samkomuhúsinu undanfarið ár. Þar hefur aðstaðan verið bætt; s.s. sett upp nýtt brunavarnarkerfi, hljóðkerfi, uppþvottavél og skjávarpi. Þá er húsið hreinna og snyrtilegra en hefur verið í langan tíma. Enn þarf margt að bæta og er þar brýnast að bæta vinnuaðstöðu í eldhúsi. Samkomuhúsið er menningarhús samfélagsins, til þess gert að ýta undir menningu, samkomur og skemmtun bæjarbúa. Þess vegna telur menningarnefndin að það eigi að koma til móts við þá sem vilja nota húsið, eins og hægt er.
Sögumiðstöðin er einnig menningarhús bæjarins. Sjá lið nr. 1 í fundargerð.
Grundarfjarðarbær fékk úthlutað styrk úr Sóknaráætlun Vesturlands til að útbúa sögu- og upplýsingaskilti í Grundarfirði. Verkefnið verður unnið í samstarfi við Svæðisgarðinn Snæfellsnes og er fyrsta skrefið í samræmdu útliti slíkra skilta á Snæfellsnesi.Menningarnefnd - 14Menningarnefnd fagnar þessum styrk og hlakkar til að sjá útkomuna þegar líður á vorið.
Fyrirtækið TSC í Grundarfirði hefur lýst áhuga á að styrkja Bæringsstofu um ákveðna hluti. Annars vegar að færa allt filmusafn Bærings yfir á stafrænt form og hins vegar að breyta útstillingum verka hans í Sögumiðstöðinni.Menningarnefnd - 14Menningarnefnd er afar jákvæð og þakklát fyrir styrk til yfirfærslu mynda Bærings yfir á rafrænt form. Það boð er þegið með þökkum. Til að hægt verið að hefjast handa við verkið þarf að flytja eldvarða skápinn með myndum og filmum Bærings, sem allra fyrst, á stað þar sem auðvelt er að athafna sig og vinna með myndirnar.Bókun fundarBæjarstjórn tekur undir með nefndinni þakklæti til TSC vegna fyrirhugaðs styrks.
Listamaðurinn Lúðvík Karlsson hefur lagt inn fyrirspurn um hvort hengja megi upp listaverk á girðingu við leikskólann um helgar og meðan skólinn er í sumarfríi. Einnig að fá að setja upp skúlptúra við sjóinn og fjölga steinskúlptúrum við bæinn. Auk þess hefur hann áhuga á að hressa upp á víkingasvæðið í miðbænum.Menningarnefnd - 14Menningarnefndin er jákvæð fyrir þessum hugmyndum Lúðvíks og felur menningar- og markaðsfulltrúa að setja sig í samband við skipulags- og byggingarnefnd varðandi framvindu málsins.
Hópur nemenda frá Paimpol, vinabæ Grundarfjarðar, kemur í heimsókn um miðjan maí og verður í vikutíma á heimilum nemenda úr Grunnskóla Grundarfjarðar.Menningarnefnd - 14Nefndin er ánægð með að samskiptin milli vinabæjanna séu viðvarandi og hlakkar til að sjá nemendur frá Paimpol í Grundarfirði í maí.