Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til Sýslumannsins á Vesturlandi og dómsmálaráðuneytisins, dags. 3. maí sl., þar sem óskað er eftir lagfæringu á fyrirkomulagi atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í Grundarfirði.
Bæjarstjórn mótmælir harðlega að ekki sé unnt að greiða atkvæði utan kjörfundar í Grundarfirði vegna sveitarstjórnarkosninga í maí. Bæjarstjórn krefst þess að nú þegar verði fundin lausn á málinu og að unnið verði að breytingu á reglugerð sem um þessi mál gilda.
Bæjarstjórn mótmælir harðlega að ekki sé unnt að greiða atkvæði utan kjörfundar í Grundarfirði vegna sveitarstjórnarkosninga í maí. Bæjarstjórn krefst þess að nú þegar verði fundin lausn á málinu og að unnið verði að breytingu á reglugerð sem um þessi mál gilda.
Samþykkt samhljóða.