Málsnúmer 1803035

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 187. fundur - 15.03.2018

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss, sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags. 13. mars 2018. Vegna aukinnar umferðar ferðamanna að fossinum er mikilvægt að byggja betri umgjörð um þennan ferðamannastað til framtíðar, sem tryggir sem best öryggi vegfarenda, stýrir umferð gesta um svæðið, dregur úr álagi og lágmarkar sjónræn áhrif umhverfis fossinn.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela byggingafulltrúa að auglýsa tillöguna sem er á vinnslustigi í samræmi við gr. 5.6.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Skipulags- og umhverfisnefnd fer fram á að gert sé ráð fyrir salernisaðstöðu þar sem um er að ræða bílastæði fyrir allt að 500 manns. Einnig teljum við nauðsynlegt að gert verði ráð fyrir bæði aðreinum og fráreinum á þjóðveginn við afleggjara bílastæðis.







Bæjarráð - 510. fundur - 21.03.2018

Lögð fram til kynningar deiliskipulagstillaga áfangastaðar við Kirkjufellsfoss. Tillagan er á vinnslustigi og hefur verið auglýst sem slík.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 188. fundur - 04.04.2018

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss, sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags.3.apríl 2018.
Grundarfjarðarbær hefur í samstarfi við landeigendur jarðarinnar Kirkjufells unnið tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði við Kirkjufellsfoss. Tillagan hefur verið kynnt á vinnslustigi, ásamt forsendum hennar og unhverfismati, sbr. 4 mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og grein 5.6.1 í skipulagsgerð nr. 90/2013 m.s.br.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Grundarfjarðarbæjar samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 3. apríl 2018 og felur m.a. í sér staðsetningu á nýju bílastæði vestan við fossinn með áningarstað þar sem notalegt verður að setjast niður, njóta útsýnis og fræðast um svæðið. Gert er ráð fyrir gönguleiðum, upplýsingaskiltum og salernisaðstöðu á svæðinu. Hugað er sérstaklega að aðgengi fyrir alla frá bílastæði að fossinum

Bæjarstjórn - 213. fundur - 04.04.2018

Vísað er til töluliðar 2 í fundargerð skipulagsnefndar nr. 188, þar sem bæjarstjórn samþykkir tillögu Umhverfis-og skipulagsnefndar um að auglýsa skipulagið á grundvelli fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og greinargerðar.
Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 190. fundur - 22.05.2018

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Kirkjufellsfoss, dags. 18.4.2018, sem unnin er fyrir Grundarfjarðarbæ af ráðgjafafyrirtækinu Alta
Kirkjufellsfoss
Skipulags- og umhverfisnefnd:

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Kirkjufellsfoss, dags. 18.4.2018, sem unnin er fyrir Grundarfjarðarbæ af ráðgjafafyrirtækinu Alta. Tillagan er unnin í samstarfi við landeigendur jarðarinnar Kirkjufells. Í tillögunni felst nýtt bílastæði vestan við fossinn með nýrri tengingu við þjóðveginn ásamt áningar- og salernisaðstöðu. Gönguleiðir meðfram fossinum verða lagfærðar og sérstaklega er hugað að aðgengi fyrir alla frá bílastæði að fossinum. Deiliskipulagið er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti í mkv. 1:1000 og greinargerð, dags. 18. 4.2018.

Lýsing fyrir verkefnið var kynnt frá 5.1.2018 til 1.2.2018 og í kjölfarið var tillaga að deiliskipulagi kynnt á vinnslustigi frá 14.3.2018 til og með 3.4.2018. Ábendingar bárust á kynningartíma sem hafðar voru til hliðsjónar við gerð deiliskipulagstillögunnar.

Tillagan var auglýst 5.4.2018 á vef sveitarfélagsins, Fréttablaðinu og í svæðisbundnum fréttamiðli. Athugasemdafrestur var til 17.5.2018. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni dags. 18.4.2018 og Lögmönnum Höfðabakka, f.h. Sædísar Helgu Guðmundsdóttur dags. 23.4.2018. Misfórst að birta auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu en hún var birt 18.5.2018 með athugasemdafresti til 29.6. 2018.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, með vísan í 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kirkjufellsfoss ásamt meðfylgjandi umsögn um athugasemdir, dags. 18.5.2018 og leggur til að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.

Jafnframt lagt fram yfirlit yfir athugasemdir sem hafa borist og tillögur að afgreiðslu þeirra, unnar eru af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags. 18. maí 2018.

Skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til bæjarstjórnar, að höfðu samráði við Alta eftir samtal þeirra við Skipulagsstofnun vegna auglýsingaferlisins.

Þorsteinn Steinsson sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 216. fundur - 23.05.2018

Vísað er til afgreiðslu bæjarstjórnar undir tl. 2.2. í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, þar sem bæjarstjórn samþykkti samhljóða fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar.

Allir tóku til máls.

Samþykkt samhljóða.