Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss, sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags. 13. mars 2018. Vegna aukinnar umferðar ferðamanna að fossinum er mikilvægt að byggja betri umgjörð um þennan ferðamannastað til framtíðar, sem tryggir sem best öryggi vegfarenda, stýrir umferð gesta um svæðið, dregur úr álagi og lágmarkar sjónræn áhrif umhverfis fossinn.
Skipulags- og umhverfisnefnd fer fram á að gert sé ráð fyrir salernisaðstöðu þar sem um er að ræða bílastæði fyrir allt að 500 manns. Einnig teljum við nauðsynlegt að gert verði ráð fyrir bæði aðreinum og fráreinum á þjóðveginn við afleggjara bílastæðis.