Lögð fram tillaga að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð , sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags. 4. apríl 2018. Skipulags- og umhverfisnefnd - 188 Grundarfjarðarbær hefur í samstarfi við landeigendur og vegagerð unnið tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð. Tillagan hefur verið kynnt á vinnslustigi, ásamt forsendum hennar og unhverfismati, sbr. 4 mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og grein 5.6.1 í skipulagsgerð nr. 90/2013 m.s.br. Umhverfis- og skipulagsnefnd Grundarfjarðarbæjar samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 4. apríl 2018.Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu að áfangastað við Kolgrafafjörð til samræmis við tillögu Umhverfis- og skipulagsnefndar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss, sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags.3.apríl 2018. Skipulags- og umhverfisnefnd - 188Grundarfjarðarbær hefur í samstarfi við landeigendur jarðarinnar Kirkjufells unnið tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði við Kirkjufellsfoss. Tillagan hefur verið kynnt á vinnslustigi, ásamt forsendum hennar og unhverfismati, sbr. 4 mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og grein 5.6.1 í skipulagsgerð nr. 90/2013 m.s.br. Umhverfis- og skipulagsnefnd Grundarfjarðarbæjar samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 3. apríl 2018 og felur m.a. í sér staðsetningu á nýju bílastæði vestan við fossinn með áningarstað þar sem notalegt verður að setjast niður, njóta útsýnis og fræðast um svæðið. Gert er ráð fyrir gönguleiðum, upplýsingaskiltum og salernisaðstöðu á svæðinu. Hugað er sérstaklega að aðgengi fyrir alla frá bílastæði að fossinum
Bókun fundarAllir tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið við Kirkjufellsfoss til samræmis við fyrirliggjandi gögn og tillögu Umhverfis- og skipulagsnefndar.
Umsókn um leyfi til að skipuleggja jörðina Skerðingsstaði.Skipulags- og umhverfisnefnd - 188Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að heimila gerð deiliskipulags fyrir jörðina Skerðingsstaði, jafnframt verði landnotkun svæðisins breytt í aðalskipulagsvinnu Grundarfjarðarbæjar. Bókun fundarSævör Þorvarðardóttir vék af fundi undir umfjöllun á þessum lið. Allir tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Umhverfis- og skipulagsnefndar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi að Hálsi í Grundarfirði.Skipulags- og umhverfisnefnd - 188Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir jörðina Háls. Skipulags- og byggingafulltrúa falið að setja deiliskipulagið í auglýsingaferli. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Umhverfis- og skipulagsnefndar.
Stöðuleyfi: Bongo slf sækir um um stöðuleyfi fyrir Matvagn ( pylsuvagn)við Grundargötu 35.Skipulags- og umhverfisnefnd - 188Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela byggingafulltrúa að gefa út stöðuleyfi. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir málsmeðferð Umhverfis- og skipulagsnefndar samhljóða.
Stöðuleyfið skal veitt til samræmis við umsókn umsækjanda frá maí til september 2018.
Leikskólinn, stækkun á andyri.Skipulags- og umhverfisnefnd - 188Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Bókun fundarTil máls tóku SRS og RG Bæjarstjórn fagnar því að teikningar séu komnar að breytingum á leikskólanum og felur byggingafulltrúa að undibúa útboð á framkvæmdinni. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Umhverfis- og skipulagsnefndar.