Málsnúmer 1803003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 213. fundur - 04.04.2018

  • Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi áfangastaðar við Kolgrafafjörð , sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags. 13. mars 2018.
    Megintilgangur með skipulagningu svæðisins er að útbúa örugga umgjörð fyrir ferðalanga til að njóta þeirrar einstöku upplifunar og náttúru sem staðurinn hefur upp á að bjóða.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 187 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela byggingafulltrúa að auglýsa tillöguna sem er á vinnslustigi í samræmi við gr. 5.6.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða.
  • Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi við Kirkjufellsfoss, sem unnin er af ráðgjafafyrirtækinu Alta og dags. 13. mars 2018. Vegna aukinnar umferðar ferðamanna að fossinum er mikilvægt að byggja betri umgjörð um þennan ferðamannastað til framtíðar, sem tryggir sem best öryggi vegfarenda, stýrir umferð gesta um svæðið, dregur úr álagi og lágmarkar sjónræn áhrif umhverfis fossinn.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 187 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela byggingafulltrúa að auglýsa tillöguna sem er á vinnslustigi í samræmi við gr. 5.6.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

    Skipulags- og umhverfisnefnd fer fram á að gert sé ráð fyrir salernisaðstöðu þar sem um er að ræða bílastæði fyrir allt að 500 manns. Einnig teljum við nauðsynlegt að gert verði ráð fyrir bæði aðreinum og fráreinum á þjóðveginn við afleggjara bílastæðis.







    Bókun fundar Samþykkt samhljóða.
  • .3 1710056 Ferðamál, bréf
    Torfafbót: Umsókn um stöðuleyfi fyrir kajak-siglingar.
    Tekið fyrir erindi umsækenda þar sem hann sækir um stöðuleyfi fyrir kajakleigu í Torfabót.
    Málið hefur verið kynnt íbúum í nágrenni og liggja sjónarmið þeirra fyrir.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 187 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tímabundið stöðuleyfi fyrir aðstöðu vegna kajakleigu.
    Endanleg staðsetning starfsseminnar verði skoðuð sérstaklega og kröfur verði gerðar um snyrtilega umgengi.
    Byggingafulltrúa falið að staðsetja gámana með tilliti til staðsetningar fyrirhugaðs þyrlupalls sem staðsettur yrði austast í Torfabót.
    Byggingafulltrúi skal láta afmarka lóð við Sæból 16 í samráði við íbúa Sæbóls 16.
    Byggingafulltrúa er falið að ákvarða staðsetningar á hraðahindrunum og gangbrautum í allri götunni.

    Unnur Þóra Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
    Jósef Kjartansson tók sæti í hennar stað.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.

    Samþykkt með 6 atkv. einn sat hjá(HK).