Kynnt samantekt um áskoranir í sjávarútvegi sem unnin var af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi í janúar 2018. Í samantektinni er m.a. farið yfir útreikninga veiðigjalds, hvernig fjárhæð þess hefur þróast og hvernig skipting þess er á mismunadi flokka veiða og vinnslu.
Mikilvægt er að við ákvörðun á áframhaldandi álagningu gjaldanna verði útreikningsgrunnar endurskoðaðir miðað við útgerðar- og fiskvinnsluflokka. Jafnframt er nauðsynlegt að leitast verði við að öllum flokkum verði gert jafnt undir höfði varðandi álagningu gjaldanna. Ennfremur þarf að skoða sérstaklega áhrif veiðigjalds á byggðaþróun í landinu. Álagning gjaldanna verður að taka mið af því að samkeppnishæfni greinarinnar verði höfð að leiðarljósi og byggðaþróun verði ekki raskað.
Til máls tóku EG, RG og ÞS.
Bókun bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur mikilvægt að löggjöf um veiðigjöld verði endurskoðuð, en gildandi reiknigrunnur gjaldsins var samþykktur með lögum nr. 74/2012 og átti að gilda í þrjú fiskveiðiár. Alþingi þarf því annað hvort að framlengja gildandi reglu eða samþykkja nýja reiknireglu fyrir fiskveiðiárið 2018/2019. Mikilvægt er að veiðigjöld séu ákvörðuð þannig að þau verði ekki meira íþyngjandi fyrir suma flokka veiða en aðra. Hófleg gjaldtaka mun til lengri tíma litið tryggja fjölbreyttan og öflugan sjávarútveg og eðlilega byggðaþróun.
Mikilvægt er að við ákvörðun á nýrri reiknireglu veiðigjalda verði þess gætt að jafnræði sé á álagningunni niður á einstakar fisktegundir. Sérstaklega er mikilvægt að vægi veiðigjalds á hverja fisktegund verði svipað og að vægi milli uppsjávar- og bolfiskveiða verði jafnað. Við ákvörðun þessara gjalda þarf að hafa í huga að raska ekki byggðaþróun og að allir útgerðarflokkar hafi sambærilega möguleika."
Mikilvægt er að við ákvörðun á áframhaldandi álagningu gjaldanna verði útreikningsgrunnar endurskoðaðir miðað við útgerðar- og fiskvinnsluflokka. Jafnframt er nauðsynlegt að leitast verði við að öllum flokkum verði gert jafnt undir höfði varðandi álagningu gjaldanna. Ennfremur þarf að skoða sérstaklega áhrif veiðigjalds á byggðaþróun í landinu. Álagning gjaldanna verður að taka mið af því að samkeppnishæfni greinarinnar verði höfð að leiðarljósi og byggðaþróun verði ekki raskað.
Til máls tóku EG, RG og ÞS.
Bókun bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur mikilvægt að löggjöf um veiðigjöld verði endurskoðuð, en gildandi reiknigrunnur gjaldsins var samþykktur með lögum nr. 74/2012 og átti að gilda í þrjú fiskveiðiár. Alþingi þarf því annað hvort að framlengja gildandi reglu eða samþykkja nýja reiknireglu fyrir fiskveiðiárið 2018/2019.
Mikilvægt er að veiðigjöld séu ákvörðuð þannig að þau verði ekki meira íþyngjandi fyrir suma flokka veiða en aðra. Hófleg gjaldtaka mun til lengri tíma litið tryggja fjölbreyttan og öflugan sjávarútveg og eðlilega byggðaþróun.
Mikilvægt er að við ákvörðun á nýrri reiknireglu veiðigjalda verði þess gætt að jafnræði sé á álagningunni niður á einstakar fisktegundir. Sérstaklega er mikilvægt að vægi veiðigjalds á hverja fisktegund verði svipað og að vægi milli uppsjávar- og bolfiskveiða verði jafnað. Við ákvörðun þessara gjalda þarf að hafa í huga að raska ekki byggðaþróun og að allir útgerðarflokkar hafi sambærilega möguleika."
Samþykkt samhljóða.