Lagt fram bréf Líkamsræktarinnar ehf. frá 8. febrúar sl. þar sem sagt er upp leigusamningi.
Bæjarráð telur starfsemi líkamsræktarstöðvar í Grundarfirði mikilvæga fyrir samfélagið og vonast til þess að fundin verði leið til að halda slíkri starfsemi áfram.
Lagt fram bréf frá rekstraraðila Líkamsræktarinnar ehf., sem rekur líkamsræktarstöðina í Íþróttahúsi Grundarfjarðar.
Til máls tóku EG, JÓK, HK, BGE og ÞS.
Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindið og mun leitast við að gerður verði leigusamningur um húsið við þann aðila sem hefur reksturinn á hendi á hverjum tíma. Gera má ráð fyrir að leigufjárhæð verði svipuð.
Lögð fram drög að leigusamningi Grundarfjarðarbæjar við Sigurhönnu Ágústu Einarsdóttur og Guðmund Þórðarson um húsnæði fyrir líkamsræktaraðstöðu að Borgarbraut 19.
Bæjarráð telur starfsemi líkamsræktarstöðvar í Grundarfirði mikilvæga fyrir samfélagið og vonast til þess að fundin verði leið til að halda slíkri starfsemi áfram.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Samþykkt samhljóða.