Bréf Kolbrúnar Grétarsdóttur: Mótmæli og athugasemdir í samræmi við grenndarkynningu við Hellnafell.Skipulags- og umhverfisnefnd - 186Skipulags- og umhverfisvernd frestar fyrirtöku athugasemda vegna grenndarkynningar við Hellnafell og felur byggingarfulltrúa að kanna málið frekar.
Nefndin leggur til að farið verði í grenndarkynningu vegna stöðuleyfis í Torfabót fyrir fyrirhugaðan rekstur. Byggingarfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir Sæbóli 1-9, Sæbóli 16 og Sæbóli 18.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur einnig til að gengið verði frá lóðarmörkum á lóðinni við Hellnafell nr. 211-4670 (01 0101) sem allra fyrst.
Unnur Þóra vék af fundi undir þessum lið. Jósef Ó Kjartansson sat á fundi undir þessum lið.
.Bókun fundarEG vék af fundi undir þessum lið og RG tók við stjórn fundarins.
Til máls tóku RG, HK, JÓK, ÞS og EBB.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar að gengið verði frá lóðamörkum á lóðinni við Hellnafell. Endanleg ákvörðun um stöðuleyfi verður tekin þegar grendarkynning hefur farið fram.
Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingafulltrúa að svara bréfritara.
Samþykkt samhljóða.
Jafnframt felur bæjarstjórn skipulags- og byggingafulltrúa að hefja vinnu við yfirferð lóðaleigusamninga sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
EG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn hans.
Fyrirspurn frá Gunnari Þorkelssyni varðandi GrundarfjarðarflugvöllSkipulags- og umhverfisnefnd - 186 2. 1802038 - Grundarfjarðarflugvöllur-deiliskipulag
Skipulags- og umhverfisvernd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í deili skipulagsferliBókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.