Lögð fram verðtilboð í blástur og tengingar ljósleiðarastrengja í dreifbýli Grundarfjarðar. Tilboðin voru opnuð 12. janúar sl. Um var að ræða lokaða verðkönnun. Fjórum aðilum var boðið að vera með. Eftirfarandi þrjú tilboð bárust:
1. TRS ehf., Selfossi, 11.543.840 kr. 2. Rafal ehf., Hafnarfirði, 10.389.560 kr. 3. SH Leiðarinn ehf., Hveragerði, 11.000.000 kr.
Allar fjárhæðir eru með virðisaukaskatti.
Tilboðin hafa verið yfirfarin.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Lagður fram til kynningar samningur við Raftel ehf. vegna utanumhalds um lagningu ljósleiðara. Bæjarstjóra falið umboð til að ganga frá samningi við ráðgjafa verksins, í samræmi við fyrirliggjandi samning. Verkið er á lokametrum.
Tilboð í verkið verða opnuð föstudaginn 12. janúar nk., kl. 13:00, í Ráðhúsi Grundarfjarðar.
Til máls tóku EG og ÞS.
Afgreiðslu málsins vísað til bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða.