Lagt fram bréf Lögreglustjórans á Vesturlandi dags. 7. des. sl. varðandi lögreglusamþykktir á svæðinu.
Í bréfinu vísar hann til fundar samstarfsnefndar og sveitarfélaga frá 4. des. sl., og skorar á sveitarfélögin að vinna að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á svæðinu.
Bæjarstjórn tekur jákvætt í þátttöku í sameiginlegri lögreglusamþykkt á Vesturlandi.
Lögð fram drög að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Vesturland ásamt lögum um lögreglusamþykktir nr. 36/1988 og reglugerð nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir og fleiri gögnum.
Í bréfinu vísar hann til fundar samstarfsnefndar og sveitarfélaga frá 4. des. sl., og skorar á sveitarfélögin að vinna að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á svæðinu.
Bæjarstjórn tekur jákvætt í þátttöku í sameiginlegri lögreglusamþykkt á Vesturlandi.
Samþykkt samhljóða.