Lagt fram bréf frá fulltrúum í Foreldraráði Leikskólans Sólvalla, dags. 29. okt. sl., varðandi ástand húsnæðis leikskólans. Gerð grein fyrir því að haldinn hefur verið fundur með bréfriturum og fulltrúum bæjarins um málið.
Allir tóku til máls.
Bæjarstjórn þakkar foreldraráði bréfið og tekur undir mikilvægi þess að húsnæði leikskólans verði lagfært. Í fjárhagsáætlun ársins 2018 er gert ráð fyrir fjárveitingum til verkefnisins.
Lagt fram bréf foreldraráðs leikskólans frá 29. okt. sl., varðandi ástand leikskólans. Jafnframt lagt fram bréf bæjarins frá 3. nóv. sl., sem sent var foreldraráði, Heilbrigðiseftirliti og öðrum sem málið varðar. Að ósk Grundarfjarðarbæjar var kallað eftir úttekt Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á húsnæði leikskólans. Heilbrigðiseftirlitið hefur komið í skólann og gert úttekt á húsnæðinu. Fyrir fundinum liggur úttektarskýrsla eftirlitsins, og er unnið í málinu til samræmis við hana. Skólanefnd hvetur til þess að markvisst verði unnið að lagfæringum í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.
Allir tóku til máls.
Bæjarstjórn þakkar foreldraráði bréfið og tekur undir mikilvægi þess að húsnæði leikskólans verði lagfært. Í fjárhagsáætlun ársins 2018 er gert ráð fyrir fjárveitingum til verkefnisins.