Lögð fram tillaga að samþykkt vegna láns sem Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS) mun taka vegna húsakaupa fyrir Smiðjuna að Ólafsbraut 19, Ólafsvík. Þar er gert ráð fyrir hlutfallslegri ábyrgð aðildarsveitarfélaga FSS á láninu, sem alls er að fjárhæð 20 millj. kr. Lánið er tekið hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Á fundi bæjarstjórnar þann 13. sept. sl. samþykkti bæjarstjórn umrædda lántöku. Á grundvelli þeirrar samþykktar er bæjarstjóra falið að undirrita nauðsynleg skjöl vegna lántökunnar.
Á fundi bæjarstjórnar þann 13. sept. sl. samþykkti bæjarstjórn umrædda lántöku. Á grundvelli þeirrar samþykktar er bæjarstjóra falið að undirrita nauðsynleg skjöl vegna lántökunnar.
Samþykkt samhljóða.