Málsnúmer 1710005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 208. fundur - 01.11.2017

  • Hafnarstjórn - 14 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2018, ásamt greinargerð. Til samanburðar er útkomuspá ársins 2017 og raunniðurstaða ársins 2016.

    Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi tillögur að fjárhagsáætlun.

    Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2018 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Jafnframt leggur hafnarstjórn til að samtals verði settar 15 m.kr. í fjárfestingar annars vegar til undirbúnings og byrjunarframkvæmda við viðbyggingu Norðurgarðs og hins vegar til kaupa á nýjum bíl fyrir höfnina.
  • Hafnarstjórn - 14 Lögð fram tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2018.
    Almennt er lagt til að gjöld samkvæmt gjaldskránni færist upp um almenna áætlaða verðlagsbreytingu. Aflagjöld eru óbreytt milli ára.
    Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar með áorðnum breytingum og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
  • Hafnarstjórn - 14 Lögð fram kynning á fyrirhugaðri lengingu á Norðurgarði í Grundarfirði og efnistöku úr námum, sem fyrirhugaðar eru á vegum Grundarfjarðarhafnar. Greinagerðin er unnin af Vegagerðinni og dagsett í september 2017.
    Áður en efnistaka úr námum heldur áfram þarf að kanna matsskyldu framkvæmdarinnar, sækja um framkvæmdaleyfi og breyta aðalskipulagi.

    Jafnframt lögð fram tillaga að fyrirhugaðri viðbyggingu við Norðurgarðinn. Tillagan er unnin af hönnunardeild Vegagerðarinnar merkt tillaga I.
    Hafnarstjóra og formanni stjórnar falið að vinna áfram að undirbúningi framkvæmda með Vegagerðinni.
  • Hafnarstjórn - 14 Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 2. okt sl., varðandi lengingu á Norðurgarði og efnistöku úr námum. Í bréfinu eru gerðar nokkrar athugasemdir við drög að tilkynningu sem send var stofnuninni 19. sept. sl.
    Hafnarstjóra og formanni stjórnar falið í samvinnu við Vegagerðina að svara Skipulagsstofnun.
  • Hafnarstjórn - 14 Lagður fram leigusamningur frá 15. maí 2002 milli Grundarfjarðarbæjar og Bárðar Rafnssonar, þar sem Bárði er leigt tiltekið beitiland úr landi Grafar-Innri. Vegna fyrirhugaðs grjótnáms í Lambakróarholti er nauðynlegt að virkja 5. tl. samningsins og segja samningnum upp, enda þótt reynt verði að hegða grjótnámi þannig að leigutaki geti nýtt svæðið að stærstum hluta áfram. Stefnt er að því að gerður verði nýr samningur, þegar ljóst verður hvernig grjótnáminu verður háttað.
    Hafnarstjórn leggur til að bæjarstjóri gangi frá málinu á þessum grunni.
  • Hafnarstjórn - 14 Lagt fram bréf Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytisins frá 11. sept sl,varðandi auglýsingu um umsóknir vegna byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.

    Jafnframt lögð fram umsókn Grundarfajrðarbæjar um byggðakvóta frá 12. okt. sl., þar sem sótt er um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018 á grundvelli auglýsingar ráðuneytisins.
  • Hafnarstjórn - 14 Lagðar fram til kynningar fundargerðir Hafnasambands Íslands númer 396 og 397.
  • Hafnarstjórn - 14 Lagt fram afrit af bréfi Vegagerðarinnar til Hafnasambands Íslands frá 19. júní sl.
  • Hafnarstjórn - 14 Lagt fram bréf dags. 13. okt. sl. frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
    Hafnarstjóra falið að svara erindinu.