Lagt fram bréf Sýslumannsins á Vesturlandi frá 27. sept. sl., þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi skv. lögum nr. 85/2007 fyrir gististað í flokki II að Ölkelduvegi 9, íbúð 203.
Bæjarstjórn telur umrædda starfsemi hvorki samræmast gildandi deiliskipulagi fyrir Ölkelduveg né aðalskipulagi bæjarins, sbr. 2. gr. laganna.
Bæjarstjórn getur því ekki veitt jákvæða umsögn um rekstarleyfisumsóknina að teknu tilliti til ákvæða skipulagslaga nr. 123/2010 og -reglugerðar nr. 90/2013 sem og ákvæða laga um mannvirki nr. 160/2010.
Bæjarstjóra falið að tilkynna Sýslumanninum um afstöðu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn telur umrædda starfsemi hvorki samræmast gildandi deiliskipulagi fyrir Ölkelduveg né aðalskipulagi bæjarins, sbr. 2. gr. laganna.
Bæjarstjórn getur því ekki veitt jákvæða umsögn um rekstarleyfisumsóknina að teknu tilliti til ákvæða skipulagslaga nr. 123/2010 og -reglugerðar nr. 90/2013 sem og ákvæða laga um mannvirki nr. 160/2010.
Bæjarstjóra falið að tilkynna Sýslumanninum um afstöðu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.