Lagt fram bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins frá 11. sept. sl., varðandi auglýsingu um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006 með síðari breytingum. Umsóknarfrestur um byggðakvóta fiskveiðiársins er til 15. okt. 2017.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta ársins 2017/2018.
Lagt fram bréf Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytis frá 21. nóv. sl., þar sem tilkynnt er um úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagsins. Grundarfjarðarbær fékk 300 þorskígildistonn á grundvelli umsóknar sinnar.
Bæjarstjórn samþykkir að, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Grundarfirði á fiskveiðiárinu 2017/2018, skuli gilda ákvæði reglugerðar nr. 604, frá 7. júlí 2017.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta ársins 2017/2018.