Rarik leggur fram tillögur um tengingu innanbæjarkerfis Grundarfjarðar við nýja aðveitustöð.
Skipulags-og umhverfisvernd hafnar öllum tillögum um leið fyrir rafstreng en leggur jafnframt til nýja leið meðfram Grundargötu. Byggingarfulltrúa falið að útfæra leiðina í samvinnu við Rarik.
Tenging rafstrengs við Grundargötu og frágangur götunnar.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillöguteikningu frá vegagerðinni þar sem fram kemur að gangstétt er breykkuð í 1,8 metra. og bílastæðum fækkað. Einnig er ráðgert að færa ljósastaura að lóðarmörkum. Vegagerð gerir athugasemd við færslu ljóastaura,telja að það valdi ljósmengun fyrir íbúa!Umhverfis- skipulagnefnd tekur undir með vegagerðinni og leggur til að ljósastaurar verði ekki færðir. Skipulags-og bygginggingarfulltrúa ásamt verkstjóra áhaldahúss falið að kynna tillöguna fyrir íbúum aðliggjandi framkvæmdar við Grundargötu.
Lagðar fram teikningar ásamt umsögnum íbúa vegna gangstétta við austanverða Grundargötu.
Skipulags- og umhverfisvernd frestar erindinu og leggur til að farið verði í þá vinnu að útfæra hvernig best sé að breikka gangstéttar við austanverða Grundargötu án þess að mikil skerðing verði á bílastæðum.
Grundargata 2-28. Breikkun og breyting gangstétta við Grundargötu.Lögð er fram ný útfærsla á framkvæmdinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillöguteikningu frá vegagerðinni þar sem fram kemur að gangstétt er breikkuð í 1,8 metra. Miðlína götunnar færð þannig að bílastæði haldi sér austan götunnar. Vestan við götuna mun bílastæðum fækka.
Lækka þarf kantstein við Grundargötu 4 við niðurkeyrslu sunnan við hús. Gera þarf ráð fyrir innkeyrslu á bílskúr við Grundargötu 5.
Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar að gert sé ráð fyrir bílastæðum innan lóðar. Byggingafulltrúa falið að kynna framkvæmdina.