Björg Ágústdóttir leggur fram næstu skref í aðalskipulagsvinnu Alta ehfSkipulags- og umhverfisnefnd - 182Björg Ágústsdóttir kemur og talar í 20 mínútur. Kynnir framhaldið og leggur til að haldnir verði 4 vinnufundir.
Óskað er eftir að tillögu um hugsanlega staðsetningu þjónustumiðstöðvarSkipulags- og umhverfisnefnd - 182Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrrnefnd staðsetning henti einna best af öllum þeim möguleikum innan miðbæjar. Samkvæmt samþykktum bæjarins er lóðin á móti sögumiðstöðinni frátekin í miðbæjarkjarna. Reitur við Sæból hentar mjög illa vegna þess að hann er staðsettur við íbúðahverfi. Kostir fyrrnefndar staðsetningar eru þeir að þjónustumiðstöð væri þá í góðu göngufæri við höfn, Þjónustumiðstöð myndi þá fylla uppí illa nýtt svæði. Nefndin leggir til að Svarið ehf. verði gefin kostur á að hanna aðkomu og útfærslu á fyrrnefndri lóð. -Jósef situr hjá.Bókun fundarAllir tóku til máls.
Bæjarstjórn lýsir áhuga sínum á að slík þjónustumiðstöð verði staðsett í sveitarfélaginu og leggur til að rætt verði við forsvarsmenn Svarsins ehf. um fyrirkomulag og staðsetningu starfseminnar.
Sæból 33-35: lagt fram samþykki eigenda um breytingar á húsi.Skipulags- og umhverfisnefnd - 182Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Hlíð Eyrarsveit: Finnur M Hinriksson sækir um leyfi til að fokhelda byggingu í landi HlíðarSkipulags- og umhverfisnefnd - 182Skipulags-og umhverfisnefnd felst á að leyfa Finni Hinriksyni að gera byggingu í landi Hlíðar fokhelda enda verði í öllu farið að tillögu hönnuðar hússins og munu framkvæmdir standast væntanlega hönnun hússins. Skila verður inn byggingastjóra og iðnmeistara undirskriftum áður enn vinna hefst.Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lóðaumsókn. Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir sækir um lóðina að Fellasneið 3Skipulags- og umhverfisnefnd - 182Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita Sigurhönnu Ágústu Einarsdóttur að Fellasneið 3Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Stöðuleyfi: Valgeir Þ Magnússon sækir um stöðuleyfi fyrir 2 gáma í 12 mán í Innri Látravík.Skipulags- og umhverfisnefnd - 182Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Rarik leggur fram tillögur um tengingu innanbæjarkerfis Grundarfjarðar við nýja aðveitustöð.Skipulags- og umhverfisnefnd - 182Skipulags-og umhverfisvernd hafnar öllum tillögum um leið fyrir rafstreng en leggur jafnframt til nýja leið meðfram Grundargötu. Byggingarfulltrúa falið að útfæra leiðina í samvinnu við Rarik. Bókun fundarTil máls tóku EG, HK og JÓK.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lagt er fram tillaga og óskir um stækkun lóðar Sólvöllum 2Skipulags- og umhverfisnefnd - 182Skipulags-og umhverfisvernd samþykkir erindið og óskar eftir fullfrágengnu lóðarblaði. Lóð skal ekki vera nær Sólvöllum 6 en sem nemur 14 metrum svo nægjanlegt pláss sé fyrir veg og gangstéttar. Lóðin nær á milli Sólvalla og Nesvegar.
Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir umsókn Guðmundar Runólfssonar hf. um stækkun lóðar að Sólvöllum 2. Bæjarstjórn óskar eftir fullfrágengnu lóðablaði sem fyrst og leggur áherslu á að umsóknaraðili fái það rými sem þarf fyrir nýtt fiskiðjuver sem hannað verði á lóðinni.