-
Bæjarráð - 503
-
Bæjarráð - 503
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.
-
Bæjarráð - 503
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir greitt útsvar jan.-ágúst 2017. Skv. yfirlitinu hafa útsvarstekjur bæjarins aukist um 0,3% milli ára.
-
Bæjarráð - 503
Lagt fram erindi Grundarfjarðarbæjar til Íbúðalánasjóðs frá 4. sept. sl., þar sem gerð eru tilboð í fjórar tilteknar eignir í eigu sjóðsins. Eignirnar sem um ræðir eru Hamrahlíð 4, tvær íbúðir að Ölkelduvegi 9 og Grundargata 20.
Tilboðin taka mið af bréfi Íbúðalánasjóðs frá 8. júní sl., þar sem sjóðurinn býður sveitarfélögum til viðræðna um þann möguleika að kaupa eignir sjóðsins í viðkomandi sveitarfélögum, áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði.
Jafnframt lagt fram yfirlit yfir matsvirði Íbúðalánasjóðs á eignunum og yfirlit úr fasteignaskrá.
Ennfremur liggur fyrir fundinum gagntilboð Íbúðalánasjóðs, sem er talsvert hærra en tilboð bæjarins.
Bæjarráð telur matsvirði Íbúðalánasjóðs og gagntilboð of hátt sérstaklega með tilliti til húsa sem talin eru nánast ónýt sbr. Grundargötu 20.
Bæjarráð hafnar gagntilboði Íbúðalánasjóðs, en felur bæjarstjóra að skoða málið frekar.
-
Bæjarráð - 503
Lagðir fram tímabundnir leigusamningar um íbúð að Grundargötu 69. Lok leigutíma er 28. febrúar 2018.
Bæjarráð samþykkir samningana fyrir sitt leyti.
-
Bæjarráð - 503
Lögð fram og kynnt drög að reglum um útleigu leiguíbúða ásamt matsviðmiðum.
Bæjarráð samþykkir samhljóða reglurnar og matsviðmiðin.
-
Bæjarráð - 503
Leiguíbúðin að Grundargötu 65 var auglýst laus til umsóknar. Fimm umsóknir bárust um íbúðina.
Lögð fram og gerð grein fyrir vinnu við mat á umsóknum til samræmis við reglur um útleigu leiguíbúða.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta Ragnheiði Kristjánsdóttur íbúðinni og felur skrifstofustjóra að ganga frá samningi.
-
Bæjarráð - 503
Hlutaréttaríbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18, íbúð 107, var auglýst öðru sinni laus til umsóknar. Ein umsókn barst um íbúðina, frá Patriciu Ann Heggie.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta Patriciu íbúðinni og felur skrifstofustjóra að ganga frá samningum.
-
Bæjarráð - 503
Lokið hefur verið við malbikun liðlega 100 m langrar atrennubrautar milli langstökksgryfja á íþróttasvæðinu.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þennan fyrsta áfanga í uppbyggingu svæðisins. Jafnframt telur bæjarráð mikilvægt að starfsmenn bæjarins í samvinnu við UMFG gangi frá og lagi til í nánasta umhverfi brautarinnar. Ennfremur þarf að huga að næstu skrefum fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar bæjarins.
-
Bæjarráð - 503
Í dag 7. september er íbúafundur þar sem sérfræðingar KPMG munu kynna vinnu sína varðandi sviðsmyndagreiningu á helstu kostum og göllum þess ef af sameiningu sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Helgafellsveitar og Stykkishólmsbæjar yrði. Á fundinum verður kallað eftir hugmyndum íbúa til hugsanlegrar sameiningar.
Jafnframt lagt fram bréf dags. 30. ágúst sl., frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi hugsanleg framlög sem veitt yrðu á grundvelli heimildarákvæða reglna nr. 295/2003 um fjárhagslega aðstoð til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.
Í bréfinu er tilkynnt að ráðherra hefur samþykkt tillögu sérstakrar ráðgjafanefndar þess efnis að verði af sameiningu sveitarfélaganna þriggja getur framlag sem byggir á endurskipulagningu þjónustu og stjórnsýslu til sameinaðs sveitarfélags numið allt að 92,5 m.kr.
Bæjarráð leggur til að samninganefnd sveitarfélaganna um sameiningu fái fund með ráðherra sveitarstjórnarmála og ræði um frekari aðkomu ráðuneytisins að sameiningu sveitarfélaganna, gangi hún eftir.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 503
Lagt fram bréf bæjarins dags. 4. sept. sl. til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands þar sem lögð er mikil áhersla á að stofnunin komi á fót sjúkraþjálfun í Grundarfirði.
Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 503
Lagður fram tölvupóstur frá endurskoðendum bæjarins varðandi bókhaldslegt fyrirkomulag vegna kostnaðar við lagningu ljósleiðara í dreifbýli Grundarfjarðar.
Bæjarráð leggur til að farið verði að hugmyndum endurskoðenda og felur bæjarstjóra framkvæmd málsins.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 503
Farið yfir stöðu helstu framkvæmda sem í gangi eru.
-
Bæjarráð - 503
Lögð fram og kynnt bréf milli fulltrúa lóðarhafa að Fellasneið 24 og bæjarins.
-
Bæjarráð - 503
Lögð fram til kynningar fundargerð 132. stjórnarfundar SSV frá 23. ágúst sl.
-
Bæjarráð - 503
Lagður fram til kynningar árshlutareikningur Jeratúns ehf. ásamt fundargerð stjórnarfundar sem haldinn var 31. ágúst sl.
-
Bæjarráð - 503
Lagt fram til kynningar fundarboð á samgönguþing 2017 sem haldið verður 28. sept. nk.
-
Bæjarráð - 503
Lögð fram til kynningar fjallskilaboð og fundargerð fjallskilanefndar frá 29. ágúst sl. ásamt yfirliti yfir fjölda fjár í sveitarfélaginu. Fyrri göngur verða þann 16. september og þær síðari þann 30. september nk.
-
Bæjarráð - 503
Lagt fram til kynningar fundarboð Jafnréttisstofu um árlegan landsfund um jafnréttismál sem haldinn verður í Stykkishólmi þann 15. sept. nk.
-
Bæjarráð - 503
Lagðar fram auglýsingar um tímabundna ráðningu skipulags- og byggingafulltrúa.
-
Bæjarráð - 503
Lögð fram til kynningar fundargerð 91. stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga sem haldinn var 16. ágúst sl.
-
Bæjarráð - 503
Lagt fram til kynningar fundarboð SSV um gististaði í íbúðabyggð sem verður í Borgarnesi 13. september nk.
Bæjarstjórn leggur til að lóðin við Hlíðaveg 7 verði sett í úthlutun án göngustígs. Bæjarstjórn felur jafnframt skipulags- og byggingafulltrúa að koma með tillögur að lóðum frá Ölkelduvegi 27 og upp að Fellasneið.
Samþykkt samhljóða.