Lagðar fram og kynntar hugmyndir að þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, en Svarið ehf. hyggst setja upp slíkar stöðvar víðs vegar um landið.
Bæjarráð telur hugmyndirnar mjög áhugaverðar og vísar málinu til nánari umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd. Bæjarráð óskar eftir tillögum nefndarinnar að mögulegum staðsetningum fyrir slíka þjónustumiðstöð.
Bæjarstjóri leggur fram kynningu á Þjónustumiðstöð fyrir ferðafólk og óskar eftir mögulegri staðsetningu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur fram teikningu af mögulegri staðsetningu aftan við heilsugæslustöð sem fyrsta valkost. einnig væri möguleiki að nota spennistöðvarhús sem salerni og byggja þjónusturýmið til viðbótar. Á báðum stöðum væri möguleiki á skammtíma rútustæðum.
Óskað er eftir að tillögu um hugsanlega staðsetningu þjónustumiðstöðvar
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrrnefnd staðsetning henti einna best af öllum þeim möguleikum innan miðbæjar. Samkvæmt samþykktum bæjarins er lóðin á móti sögumiðstöðinni frátekin í miðbæjarkjarna. Reitur við Sæból hentar mjög illa vegna þess að hann er staðsettur við íbúðahverfi. Kostir fyrrnefndar staðsetningar eru þeir að þjónustumiðstöð væri þá í góðu göngufæri við höfn, Þjónustumiðstöð myndi þá fylla uppí illa nýtt svæði. Nefndin leggir til að Svarið ehf. verði gefin kostur á að hanna aðkomu og útfærslu á fyrrnefndri lóð. -Jósef situr hjá.
Bæjarráð telur hugmyndirnar mjög áhugaverðar og vísar málinu til nánari umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd. Bæjarráð óskar eftir tillögum nefndarinnar að mögulegum staðsetningum fyrir slíka þjónustumiðstöð.