-
Bæjarráð - 501
Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.
-
Bæjarráð - 501
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.
-
Bæjarráð - 501
Gerð grein fyrir stöðu helstu framkvæmda sem unnið er að hjá bænum. Helst er þar að nefna viðgerðir á grunnskólanum, malbikunar- og gatnagerðarframkvæmdir, gróðursetning í Paimpol garði o.fl.
-
Bæjarráð - 501
Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs vegna leigusamnings að Grundargötu 69, sem rennur út þann 31. ágúst nk.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að gerður verði nýr samningur við Íbúðalánasjóð.
-
Bæjarráð - 501
Lagt fram bréf frá Gunnari Njálssyni varðandi Sundlaug Grundarfjarðar þar sem kvartað er yfir ýmsum atriðum. Jafnframt lagt fram svarbréf bæjarins.
Bæjarstjóra falið að fara yfir málið með forstöðumanni íþróttamannvirkja.
Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Til máls tóku EG, RG, ÞS og BP.
-
Bæjarráð - 501
Lagðar fram og kynntar hugmyndir að þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, en Svarið ehf. hyggst setja upp slíkar stöðvar víðs vegar um landið.
Bæjarráð telur hugmyndirnar mjög áhugaverðar og vísar málinu til nánari umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd. Bæjarráð óskar eftir tillögum nefndarinnar að mögulegum staðsetningum fyrir slíka þjónustumiðstöð.
-
Bæjarráð - 501
Lagt fram erindi frá Hrafni Jökulssyni, f.h. landssöfunarinnar "Vinátta í verki vegna hamfaranna á Grænlandi í júní sl."
Bæjarráð samþykkir samhljóða að styrkja söfnunina um 100.000 kr.
-
Bæjarráð - 501
Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi, dags. 12. júlí sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hátíðarfélags Grundarfjarðar um tækifærisleyfi til samkomuhalds á bæjarhátíðinni Á góðri stund í Grundarfirði, sem haldin verður dagana 27.-30. júlí nk.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 501
EG vék af fundi undir þessum lið.
Farið yfir starfsmannamál.
EG tók aftur sæti sitt á fundinum.
-
Bæjarráð - 501
Lagt fram til kynningar bréf frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 18. júlí sl., þar sem samtökin bjóða sveitarfélögum sem hafa fiskeldi eða áform um slíkt innan sveitarfélags, að sækja um aðild að samtökunum.
-
Bæjarráð - 501
Lagt fram til kynningar bréf frá Matarauði Vesturlands, dags. 13. júlí sl., þar sem verkefnisstjórn verkefnisins óskar eftir því að framleiðendur og seljendur vöru úr héraði taki þátt í vitundarvakningu og markaðsátaki í október 2017.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í menningarnefnd og hvetur nefndina til að koma erindinu á framfæri.
-
Bæjarráð - 501
Lagt fram til kynningar bréf Þjóðskrár Íslands, dags. 12. júlí sl., varðandi fasteignamat 2018.
-
Bæjarráð - 501
Lagt fram til kynningar bréf þar sem Leikskólinn Sólvellir þakkar fyrir gjafir sem bárust skólanum í tilefni 40 ára afmælis hans fyrr á árinu.
-
Bæjarráð - 501
Lagt fram til kynningar bréf Sorpurðunar Vesturlands, dags. 24. júní sl., um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
-
Bæjarráð - 501
Lögð fram til kynningar fundargerð 90. stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS), dags. 6. júlí sl.
-
Bæjarráð - 501
Lögð fram til kynningar fundargerð 131. stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), dags. 14. júní sl.