Vegna umferðar frá hafnarsvæði. Borgarbraut/Nesvegur biðskylda ?Skipulags- og umhverfisnefnd - 180Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar biðskyldu á horni Nesvegar-Borgarbraut. Nefndin leggur til að gerðar verði færanlegar eyjar með tilheyranda merkingum til að stýra umferð af hafnarsvæði. Skipulags- og byggingafulltrúa falið að vinna verkið með hafnarverði.Bókun fundarBæjarráð leggur til að sett verði upp biðskyldumerki við Borgarbraut á gatnamótum Borgarbrautar og Nesvegar, tímabundið, meðan aðrir kostir eru skoðaðir.
Rarik óskar eftir lóð undir spennistöðSkipulags- og umhverfisnefnd - 180Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að spennistöðin verði staðsett við suðurgafl smíðastofu. Byggingarfulltrúa falið að fá staðfesta staðsetningu í samráði við skólastjórnendur.
Lóðaumsókn: Ásgeir Þór Ásgeirsson, Ólöf G. Guðmundsdóttir, Halldóra Dögg og Sigurður Friðfinnsson sækja um lóðina að Fellabrekku 11-13.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 180Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið að veita Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, Ólöfu G. Guðmundsdóttur, Halldóru Dögg og Sigurði Friðfinnssyni lóðina að Fellabrekku 11-13.
Bókun fundarBæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Dísarbyggð ehf leggur fram tillögu að deiliskipulagi.Skipulags- og umhverfisnefnd - 180Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur byggingarfulltrúa að halda áfram með deiliskipulagið í kynningarferli.Bókun fundarBæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Losunarstaðir - Tippur til efnislosunar.Skipulags- og umhverfisnefnd - 1801. Hrafnkelsstaðabotn ? Kolgrafafjörður - Virkur losunarstaður.
2. Hönnugil - Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við hönnun að útivistarsvæði við Hönnugil. Nefndin leggur einnig til að bæjarstjórn heimili losun (Sjá fylgiskjal) sem allra fyrst svo að ekki glatist efni sem gæti nýst vel til uppbyggingar. Losun færi fram í samráði við byggingarfulltrúa og verkstjóra áhaldahúss þannig að þeir hefðu yfirumsjón með hvernig verði losað og að gengið verði vel frá eftir hvert verk. Fylgiskjal sýnir tillögu að losunarstað í hönnugili. (Hönnugil-losa)
3. Ártún Tippur-grjótnáma - Nefndin hafnar alfarið losun á öðru en burðarhæfu efni í námuna við Ártún vegna þess að um er að ræða væntanlegar byggingarlóðir.
4. Hesthúshverfi - Nefndin er sammála þessum losunarstað. - Losa má burðarhæft efni og blandað jarðefni.
5. Soffagata að Gilós ( fjaran ) - Nefndin er sammála þessum losunarstað. - Losa má grjót.
6. Mön við íþróttavöll - Nefndin tekur vel í lengingu manar. - Losa má blandað jarðefni.
7. Mön neðan við grjótnámu - Nefndin leggur til að mönin verði lengd til vesturs. - Losa má blandað jarðefni.Bókun fundarBæjarráð samþykkir samhljóða tillögur skipulags- og umhverfisnefndar varðandi efnislosunarstaði í Hrafnkelsstaðabotni, við hesthúsahverfi, við sjávarsíðuna frá Borgarbraut 1 að Gilós, mön við íþróttavöll og mön neðan við grjótnámu.
Bæjarráð samþykkir jafnframt tillögu nefndarinnar um efnislosunarstað við Ártún, en leggur til að skoðaðir verði möguleikar á því að losa óburðarhæft efni á öðrum stöðum á svæðinu, þar sem ekki hafa verið skipulagðar byggingalóðir.
Bæjarráð leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs verði hugað að fjármagni til endanlegrar hönnunar á útivistarsvæði í Hönnugili. Þegar slík hönnun liggur fyrir verði endanleg ákvörðun um efnislosun á svæðinu tekin.
Skipulags- og byggingafulltrúa falinn undirbúningur hönnunarvinnu og áframhaldandi vinnu varðandi losunarstaði.
Lóðaumsókn: Haukur Árni Hjartarsson sækir um lóðina Fellabrekka 1
Skipulags- og umhverfisnefnd - 180Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags og byggingarfulltrúa að veita Hauki Árna Hjartarsyni lóðina að Fellabrekku 1.
Bókun fundarBæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Breytt stöðuleyfi: Bongo slf. óskar eftir nýrri staðsetningu á pylsuvagninum til varnar slysahættu.Skipulags- og umhverfisnefnd - 180Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í að pylsuvagninn sé færður inn á grasflötina við hlið núverandi staðsetningu.Bókun fundarBæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
G.Runólfsson leggur fram drög af teikningu vegna stækkun fiskvinnsuhús.Skipulags- og umhverfisnefnd - 180Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar framlögðum teikningum og leggur til að bílastæði sem teiknuð eru við nýja götu verði færð austan við núverandi byggingu G.Run við Eyraveg til að eiga þess kost að lengja viðbyggingu til norðurs.Bókun fundarBæjarráð tekur undir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
Nýjir eigendur að Fellabrekku 21 óska eftir að gengið verði frá kanti að ofanverðu á baklóð hússins.Skipulags- og umhverfisnefnd - 180Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltúa að vinna að framgangi þessa máls.Bókun fundarBæjarráð tekur undir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
Erind frá Umhverfisþjónustunni ehf vegna frálagssvæðis.Skipulags- og umhverfisnefnd - 180Skipulags- og umhverfisnefnd telur að hagkvæmt gæti verið að gefa eftir þó ekki sé nema hluta af umræddu landssvæði með það að leiðarljósi að í framtíðinni muni steypustöðin færast frá þjóðvegi.Bókun fundarBæjarráð hafnar erindinu þar sem nægjanlegar upplýsingar liggja ekki fyrir.