Bæjarráð - 499Lögð fram auglýsing og reglur fyrir Vinnuskóla Grundarfjarðar sumarið 2017.
Vinnuskólinn verður starfræktur frá 6. júní til 7. júlí, alls í fimm vikur. Vinnuskólinn er fyrir unglinga sem lokið hafa 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Vinnutíminn er mánudaga til föstudaga, kl. 8:00-12:00 og 13:00-16:00. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2017. Umsóknareyðublöð liggja hjá skólaritara grunnskólans og á bæjarskrifstofunni. Fyrirkomulag skólans er með sama sniði og verið hefur undanfarin ár.
Bæjarráð - 499Lagt fram erindi frá Bent Marinóssyni, þar sem hann býður fram krafta sína til garðyrkju og lagfæringa á opnum svæðum bæjarins. Hann hefur lokið námi í Garðyrkjuskóla ríkisins og unnið við umhirðu opinna svæða hjá Reykjavíkurborg.
Lagt til að bæjarstjóra sé falið að ræða við Bent um umhirðu trjágróðurs og gróðursetningu. Starfið yrði tímabundið yfir sumarmánuðina.
Bæjarráð - 499Tekið til umfjöllunar erindi Sambands ísl. sveitarfélaga frá síðasta ári varðandi kostnaðarþátttöku foreldra á ritföngum og öðrum námsgögnum vegna skólagöngu barna. Samtökin Barnaheill, Heimili og skóli og Velferðarvaktin hafa einnig vakið athygli á mikilvægi málsins.
Skólanefnd Grundarfjarðar lagði til á fundi sínum í september sl., að þetta fyrirkomulag yrði tekið upp hjá Grundarfjarðarbæ. Tillaga skólanefndarinnar hlaut einnig góðar undirtektir bæjaryfirvalda.
Bæjarráð ítrekar fyrri samþykktir um að kostnaður vegna ritfanga og annarra gagna vegna skólagöngu barna í Grunnskóla Grundarfjarðar verði greiddur af skólanum á komandi skólaári.
Bæjarráð - 499Farið yfir stöðu framkvæmda ársins 2017. Framkvæmdir við sundlaugina eru á lokastigi, en þar var skipt um heita potta og aðgengi lagfært. Jafnframt er unnið að endurnýjun girðingar umhverfis laugina. Lokið hefur verið við lagfæringu útrásar í Sæbóli eins og áætlað var. Fóðring hennar er talin hafa tekist vel. Með þessari aðferð var unnt að losna við mikið jarðrask á svæðinu, sem annars hefði orðið ef hefðbundin aðferð hefði verið farin við endurnýjun lagnanna.
Skipt hefur verið um gervigras á sparkvellinum. Ekkert kurl eða sandur er í gervigrasinu, sem er nýjung. Hesteigendafélaginu hefur verið greitt framlag ársins vegna reiðskemmunnar. Í undirbúningi er plöntun trjáa í Paimpolgarð og ráðgert að því verki ljúki í júní. Unnið er að lagfæringu fjárgirðinga ofan bæjarins.
Úttekt hefur verið gerð á grunnskólanum varðandi lagfæringar húss og er greinargerð væntanleg. Í áhaldahús hefur verið keyptur nýr Avant og er fyrirhugað að selja þann eldri eftir lagfæringar. Hugmyndir eru uppi um að nýta andvirði sölunnar til kaupa á sóp á nýja tækið.
Unnið er að gerð samnings um malbikunarframkvæmdir, sem áætlað er að fara í seinnihluta júlímánaðar. Jafnframt er fyrirhuguð viðgerð á þaki að Hrannarstíg 18. Ennfremur er unnið áfram að endurskoðun aðalskipulags bæjarins. Skoða þarf sérstaklega viðgerðaþörf í leikskólanum. Auk þessa er unnið að mismunandi minni verkefnum.
Lögð fram drög að verksamningi milli Grundarfjarðarbæjar og JK og Co. um plægingu og gröft á rörum fyrir ljósleiðarastrengi, auk niðursetningar tengiskápa og brunna.
Unnið er að því að fara yfir endanlegar lagnaleiðir í samvinnu við Vegagerðina og Rarik.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi og undirrita hann.
Bæjarráð - 499Kynntar hugmyndir að salernisgámum sem hugsanlegt væri að setja upp í bæjarfélaginu til að þjónusta þann mikla fjölda ferðamanna sem hér á leið um. Vöntun hefur verið á slíkri aðstöðu og ekki síst yfir vetrarmánuðina, þegar tjaldsvæðið er ekki opið.
Jafnframt farið yfir leiðbeiningamerkingar til ferðamanna um það hvar leyfilegt er að tjalda og gista í bæjarfélaginu.
Skipulags- og byggingafulltrúa falið að vinna áfram að framgangi þessara mála.
Bæjarráð áréttar það að einungis er leyfilegt að gista í tjöldum, húsbýlum eða vögnum, af hvaða tagi sem er, á tjaldsvæði bæjarins.
Bæjarráð - 499Lagt fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 17. maí sl., þar sem ráðuneytið tilkynnir að staðfestur hefur verið stofnsamningur fyrir Byggðasamlag Snæfellinga bs.