Unnið hefur verið að því að lagfæra sundlaug og sundlaugarsvæði. Settir hafa verið nýjir pottar og aðgengi bætt og ýmislegt fleira. Opna átti laugina í þessari viku en því hefur verið frestað fram á þriðjudaginn 2. maí. Þá hefst sundkennsla og einnig verður opið í upphafi dags fyrir almenning og jafnframt verður komið á seinniparts opnun fyrir almenning fram að almennri sumaropnun þann 19. maí. Nákvæm tímatafla verður auglýst á heimasíðu bæjarins.
Bæjarráð fagnar því að unnt sé að opna sundlaugina þetta tímanlega og samþykkir að opnun fyrir almenning verði með þeim hætti sem rætt hefur verið um.
Opna átti laugina í þessari viku en því hefur verið frestað fram á þriðjudaginn 2. maí. Þá hefst sundkennsla og einnig verður opið í upphafi dags fyrir almenning og jafnframt verður komið á seinniparts opnun fyrir almenning fram að almennri sumaropnun þann 19. maí. Nákvæm tímatafla verður auglýst á heimasíðu bæjarins.
Bæjarráð fagnar því að unnt sé að opna sundlaugina þetta tímanlega og samþykkir að opnun fyrir almenning verði með þeim hætti sem rætt hefur verið um.
Samþykkt samhljóða.