Lagt fram bréf frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða dags. 16. mars sl. þar sem tilkynnt er að veittur hafi verið 7.000 þús. kr. styrkur til áframhaldandi framkvæmda við Kirkjufellsfoss. Ákveðið hefur verið að boða til fundar með landeigendum, þar sem farið verður yfir sameiginlega sýn á framvindu mála áður en ráðist verður í gerð endanlegs deiliskipulags.
Bæjarráð telur mjög mikilvægt að reynt verði að vinna að úrbótum á svæðinu. Nauðsynlegt er að samkomulag sé milli aðila um næstu skref. Jafnframt að skoðað verði hvernig bæta megi strax úr bráðasta vandanum með tilliti til umferðar.
Lögð fram drög að samningi milli Grundarfjarðarbæjar og Framkvæmdasjóðs ferðamálastaða um styrk til framkvæmda við Kirkjufellsfoss á árinu 2017. Styrkurinn er veittur til hönnunar bílastæðis og lagfæringa á núverandi göngustígum við fossinn.
Lögð fram verkefnislýsing fyrir tillögu að deiliskipulagi áfangastaðar við Kirkjufellsfoss, dags. í desember 2017. Í lýsingu verkefnisins koma fram helstu áherslur við skipulagsgerðina, markmið og tilgangur deiliskipulagsins og hvernig samráði og kynningu verði háttað. Deiliskipulagið er unnið í samráði við landeigendur.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að kynna lýsingu í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 m.s.br. Verkefnislýsing verður aðgengileg á vef bæjarins og send umsagnaraðilum.
Ákveðið hefur verið að boða til fundar með landeigendum, þar sem farið verður yfir sameiginlega sýn á framvindu mála áður en ráðist verður í gerð endanlegs deiliskipulags.
Bæjarráð telur mjög mikilvægt að reynt verði að vinna að úrbótum á svæðinu. Nauðsynlegt er að samkomulag sé milli aðila um næstu skref. Jafnframt að skoðað verði hvernig bæta megi strax úr bráðasta vandanum með tilliti til umferðar.
Samþykkt samhljóða.